Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 54
244
MENNTAMÁL
ræður og umræður verði ekki raktar hér, geta lesendur
gert sér nokkra grein fyrir því, hvað helzt hefur verið
álitið umræðuvert á þinginu.
Eins og venja hefur verið á kennaraþingum, var mjög
myndarleg skólasýning í sambandi við þing þetta. Hún
var opnuð mánudaginn 5. ágúst í Konsthallen með hátíð-
legri athöfn og ræðu fræðslumálastjóra Finnlands R. H.
Oittinen. Sýningin var í tvennu lagi. í Konsthallen var
yfirlitssýning um finnskar skólabyggingar, mjög fróðleg
sýning og skemmtilega gerð. Bæði var þar að sjá líkön,
teikningar og myndir af skólahúsum eins og byggt er nú,
en einnig var þar yfirlit um sögu skólabyggingamála
Finna, og mátti fylgja þróun þeirra mála frá fyrstu tíð
til þessa dags.
í barnaskóla, sem heitir Edelvikens folkskola, var ann-
ar þáttur sýningarinnar, og eigi ófróðlegri. Þar mátti líta
alls konar vinnu nemenda, vinnubækur, handavinnu
drengja og stúlkna ,og var fjölbreytni þar mikil. Á stöku
stað sátu börn og kennarar við vinnu, og gerði það sýn-
inguna miklu lífrænni og skemmtilegri.
Þarna voru einnig kennsluáhöld hvers konar, hljóðfæri,
bækur, vélar, rafmagnstæki, húsgögn o. m. fl. Öllu var
fyrir komið af hinni mestu smekkvísi, og þótti sýningin
í senn skemmtileg og lærdómsrík.
Þinginu lauk með fágaðri samkomu undir berum himni
við sjó niður, í skjóli granítása og barrviða. Dr. Gösta
Cavonius fræðslumálastjóri sænsku skólanna í Finnlandi
flutti kveðjuræðu. G. Cavonius er kunnur lærdómsmaður
og kennari, en hér verður ekki varizt að geta þess, að
hann hét því, ungur kennari ásamt skólasystkinum fyrir
um það bil fremur áratugum, að minnast tuttugu og fimm
ára kennarafmælis með því að koma saman á íslandi. Sá
frestur er nú liðinn, og Cavonius er ókominn til íslands.
Þegar hann var sjálfur í skóla, skrifaði hann einnig nem-
endum í Kennaraskólanum, og átti við þá bréfaskipti, en