Menntamál - 01.12.1957, Page 25
MENNTAMÁL
215
6. Hugleiðið, hvernig taflan verður bezt hagnýtt og
hvernig hugsanleg „sýning“ á að vera eða gerast.
7. Athugið, að hve miklu leyti er hægt að kref jast sjálf-
stæðrar vinnu af börnunum við starf þeirra að viðfangs-
efninu.
8. Minnizt þess, að engin tilraun er svo fábrotin, að
hún þarfnist ekki undirbúnings. Einnig er skylt að undir-
búa sérhverja vinnustund nákvæmlega.
9. Smámunalega nákvæm kennsluáætlun getur orðið of
bindandi og hamlað. Skynsamlegt er að miða kennsluáætl-
unina við nokkur atriði, er miklu skipta niðurskipunina.
10. Notfærið yður tillögur og fordæmi annarra eftir
þörfum, en forðizt einhliða eftiröpun.
Efni kennslustundar og rás hennar.
11. Oft fer vel að byrja kennslustund með því að tengja
hana viðfangsefni næstu stundar á undan. Stundum má
glæða áhugann með því að gera grein fyrir markmiði
fræðslunnar.
12. Beinagrind kennslunnar á að vera augljós og hnit-
miðuð, svo að fjallað sé um meginatriði og áhugi endist.
13. Efnið skal laga eftir aldri og getu nemendanna.
14. Tengja skal efnið áhugamálum og reynslu nemenda
og nota lifandi dæmi.
15. Fikra skal sig áfram frá hinu auðvelda til hins
erfiðara, frá hinu nálæga til hins fjarlæga, frá hinu hlut-
stæða til hins óhlutstæða.
16. Leitizt við að vekja þekkingarvilja hjá nemendum.
17. Oft er gagnlegt við lok kennslustundar eða kennslu-
skeiðs að veita heildaryfirlit um efnið eða kanna árangur
námsins.