Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 96
286
MENNTAMÁL
sívara“, minnkaði spenna þess og dýpt. Með öðrum orð-
um: menntagildi námsins minnkar hröðum skrefum. En
í menntagildi felst, að nemandinn heyr sér nýja heima,
ber ábyrgð á afstöðu sinni gagnvart starfi sínu og nær tök-
um á sjálfum sér í og með námsstarfi sínu. Að sama skapi
vex notagildið, námið verður æ meir undirbúningur undir
síðara sérfræðingsnám eða atvinnuna. Uppeldishlutverk
námsins fer forgörðum. f stað þess kemur afguð þess-
arar þróunar: prófið.
Þessu hefur farið fram nokkuð svo síðan um miðja
síðustu öld. En nú er svo komið, að skólinn fær ekki rúm-
að framvinduna í þessa átt, ef sömu rök eiga að stjórna
henni. Nærri daglega fæðast nýjar vísindagreinar. Og þó
einkum vex þekkingarefnið innan hinna þekktu vísinda-
greina svo ört, að ekki er viðlit að bæta því á námsskrárn-
ar. Námsefnið svarar því æ verr kröfum tímans og nám
er því verr fallið til undirbúnings undir starfsvalið sem
það er fjær veruleika dagsins. Útþenslu námsefnisins í
skólanum eru tæknileg, námsskipuleg og sálfræðileg tak-
mörk sett.
Fundur háskólamanna og kennara í Túbingen í Þýzka-
landi 1951 ályktaði, að stefna bæri að því að losa fram-
haldsskólana við námsundirbúning að háskólanáminu. Vís-
indagrein er lesin við háskólana með allt öðrum vinnu-
brögðum en tiltæk eru framhaldsskólum, aftur á móti er
raunverulegt háskólanám gagnslaust öðrum en þeim, sem
lært hafa sjálfstæð vinnubrögð, sjálfstæða hugsun og
sjálfstætt mat. Með öðrum orðum: háskólarnir biðja um
menntaða stúdenta, en ekki um stúdenta, sem ráða yfir
ógrynni þekkingaratriða. Menntunin skapar hæfileika til
að sjá heildir, en það er nauðsyn vísindalegri hugsun.
Sundurlaus þekkingaratriði eru dragbítur, en ekki hjálp-
Fundurinn gerði tillögur til framhaldsskólanna um að
fækka fögum, kenna fá fög niður í kjölinn og veita nem-