Menntamál - 01.12.1957, Síða 70
260
MENNTAMÁL
þeim í bili. Hin, sem ekki ná þessu marki, eru sennilega
ekki hæf í þaS nám, og athugun á þeim heldur áfram. At-
huga þarf, hvers er vant. Brátt kemur þá til kasta skóla-
stjóra, sálfræðings og fleiri sérfræðinga. Eftir þá athug-
un kemur stundum í ljós, að nokkur úr þessum hópi mega
brátt byrja á lestri. Fáein í bekknum eiga langt í land af
mörgum ástæðum. Þeim eru fengin verk við þeirra hæfi.
Og reynt er að hafa þau upp. Þau verða brátt önnum
kafin engu síður en hin. Viðfangsefni þeirra eru meðal
annars föndur, handavinna, teikning, litun, samtöl, söng-
ur, þátttaka í félagsstörfum með hinum börnunum í bekkn-
um og fleira. Kennari gætir þess vandlega, að hvergi komi
fram, að þessi börn séu ekki eins velkomin, sjálfsögð og
nauðsynleg fyrir skólann og hin börnin. Hverju barni er
falið eitthvert skyldustarf í stofunni daglega, eftir því
sem við verður komið. Og eru þau látin skipta um hlut-
verk við og við.
Kennslukonan talar oft við börnin og fær þau til að tala,
ýmist eitt eða hún kemur af stað umræðum í þeirra hóp
um efni, sem er þeim hugstætt og er úr barnalegum heimi
þeirra, svo sem um leikföng, dýr, blóm, kvikmyndir, heim-
ilið, eða hún segir þeim sögu, sem vekur umræður. Á
þennan hátt kynnist hún málfari barnanna og fær tilefni
til að leiðrétta þau. Sum tala enn tæpitungu, slengja sam-
an orðum, stytta og ljúka ekki við setningar. Það er talið
eftirsóknarvert, að börnin tali sjálfstætt um efnið án þess
að hafa lesið um það eða heyrt. Þannig æfast börnin í að
klæða hugsanir sínar réttum orðum í mæltu máli og koma
fyrir sig orði í heyranda hljóði. Þetta eru talæfingar.
Umræðuefni eru næstum ótæmandi. Brúður eru gott um-
ræðuefni fyrir stúlkur, og brúnin er fljót að lyftast á
drengjunum, þegar talið berst að flugvélum, skipum eða
bílum.
Þegar lokið er fyrstu athugunum á börnunum, fer