Menntamál - 01.08.1960, Page 11
MENNTAMÁL
105
verði aldrei læs. Ég tel, að þessi skoðun eigi ekki við rök
að styðjast. En nokkur hluti barna á erfitt með að læra að
lesa, og þau koma auðvitað ólæs í skólann. Þeim sækist svo
námið seint og þannig er kannske þessi skoðun orðin til.
Oft kemur það fyrir, að röð bekkjanna breytist strax á
1. vetri. Bekkir, sem skipaðir eru ólæsum börnum að haust-
inu, ná lengra en bekkir skipaðir börnum, sem byrjuð
voru að lesa. Oft eru líka tveir eða fleiri bekkir í hverjum
aldursflokki svo líkir að erfitt er að gera upp á milli þeirra.
Og þó að um misjafna bekki sé að ræða, hvað kunnáttu
snertir, eru aldrei skýr skil á milli. Framför barnanna
er misjöfn innan bekkjanna, og duglegustu börnin í bekk
nr. 2 verða fljótt duglegri en þau neðstu í bekk nr. 1, og
þannig gengur það gegnum alla bekkjarröðina.
Ég veit, að bekkjarröðunin er mjög viðkvæmt mál fyrir
foreldra, og er það mjög eðlilegt. En við röðunina höfum
við það eitt í huga, að barnið sé sett þar, sem við teljum
að það eigi bezt heima. Einnig reynum við að taka tillit
til sérstakra ástæðna, eftir því sem við verður komið.
Eftir þeirri kynningu, sem við höfum fengið af börnun-
um í sept., röðum við börnunum í lok þess mánaðar, með
það fyrir augum, að sem allra minnstu þurfi að breyta
yfir veturinn. Þá reynum við að fara eftir kunnáttu og
getu barnsins, áliti kennarans og nú síðustu tvö árin einn-
ig skólaþroskaprófunum.
Bezt er að fara stillt af stað.
Það eru erfið tímamót í ævi margra barna, er þau
hefja skólagöngu. Flest börn eru þá í fyrsta sinn að nokkru
falin til varðveizlu öðrum aðilum en foreldrunum, þar
sem gerðar eru til þeirra ákveðnar kröfur um að leysa viss
verkefni. í stað leiksins koma nú bundin verkefni, aðlögun
að nýju umhverfi, þar sem fara verður eftir ákveðnum
reglum. Barnið verður að samlagast félögum sínum og
taka tillit til þeirra. Það verður að læra að taka við sam-