Menntamál - 01.08.1960, Síða 16
110
MENNTAMÁL
fljótt, og áður en varir er kennarinn í vandræðum með
að velja heppilegt lestrarefni. Þetta hefur lagazt nokkuð
á síðari árum, en mikið vantar enn á, að við höfum
nægjanlegt af heppilegum bókum. Ég hef tekið það ráð
að nota mikið af fjölrituðum blöðum framan af vetr-
inum, en taka ekki bók í notkun fyrr en börnin geta lesið
hana án mikilla erfiðleika. Ég veit, að margir kennarar
hafa góða reynslu af að láta börnin ekki fá bók fyrr en
þau eru komin nokkuð af stað í lestrinum. Bók, sem barn
á erfitt með að lesa, er leiður förunautur í töskunni og
ekki óalgengt, að foreldrar kvarti undan, að barnið fáist
ekki til að líta í bók heima. En hitt er líka víst, að þó fyrir-
setningu sé stillt í hóf og heimaverkefni vel undirbúin í
skólanum, geta verið börn í bekkjunum, sem eiga erfitt
með að leysa sín heimaverkefni. En það ber að stefna að
því að þau séu eins fá og mögulegt er og helzt engin.
Lengst af hefur tafla, krít og bók verið aðaltækin við að
kenna lestur. Á þessu er nú að verða töluverð breyting. í
öðrum löndum hefur verið útbúinn mikill fjöldi hjálpar-
tækja við lestrarnámið. Þessum tækjum er ætlað að skapa
fjölbreytni í kennslunni, til að æfa betur einstök atriði
og skapa möguleika á að gefa einstökum börnum, sem
kunna að vera á undan eða eftir aðalhópnum, aukaverk-
efni við sitt hæfi. Ofurlítið höfum við fengið af slíkum
tækjum upp á síðkastið og koma vonandi fleiri á næstu
árum.
R eikningurinn.
Næst mun ég minnast lítið eitt á reikninginn.
Eftir námsskránni á í 7 ára bekkjum að kenna samlagn-
ingu og frádrátt með tölum upp að 20. 1 sumum bekkjum
er þetta auðvelt fyrir flest börnin, en í öðrum bekkjum
erfitt eða ómögulegt að ná nægjanlegri leikni með þess-
ar tölur. Mörgum kann að virðast, að þetta sé lítið náms-
efni, en það er afar mikilvægt, að börnin verði leikin að