Menntamál - 01.08.1960, Page 39
MENNTAMÁL
133
Fram til þessa hafa skólarnir ráðið mestu um, hvaða
leið nemendur fóru í framhaldsnámi. Nýju lögin leggja
þetta meira í hendur nemenda sjálfra. Próf, einkum inn-
tökupróf, eru felld niður, en nemendum veitt ráð og leið-
beiningar, ef sýnt er, að hæfileikar og óskir fara ekki
saman. Nemendum er einnig gert auðveldara en áður að
flytjast milli hliðstæðra deilda með ólíku námsefni.
Til að deildaskipting sé möguleg þarf minnst 75 nem-
endur í aldursflokk. Þó er mjög varað við of stórum skól-
um. Skóla, sem hefur 12—15 bekkjardeildir, nægir ein
sérstofa fyrir námsgrein. Til að nýta tvær sérstofur til
fulls þarf skólinn að hafa 24—30 deildir, sem þykir of
mikið í unglingaskólum, ef hægt er að komast hjá því.
Lögin heimila sveitarfélögum að bæta við 10. skólaár-
inu. Það mundi veita almenna fræðslu auk undirbúnings
undir sérnám.
Það er líklegt, að aðsókn að menntaskólunum aukist,
þegar áhrifa samfellda skólans fer að gæta. Um 11,5%
nemenda fer nú í menntaskóla, en áætlað er, að sú tala
verði komin upp í 15% árið 1965. Það er því sýnilegt, að
menntaskólunum verður að fjölga, og einnig er mjög til
athugunar að auka fjölbreytni þeirra samkvæmt sænskri
fyrirmynd.
Mjög umfangsmiklar tilraunir með hinn samfellda skóla
hafa verið gerðar í Noregi frá 1955, og byggir löggjöfin
á fenginni reynslu af þeim. Þau skólahéruð, sem þátt tóku
í tilraununum, skiptu nemendum eftir 7. skólaár í bókleg-
ar og verklegar deildir. Bóklegar deildir bjuggu undir
tvenns konar lokapróf, með tveimur erlendum málum eða
einu. Dreifing nemenda í þessar deildir var mjög svipuð
öll árin. Milli 50 og 60% fóru í verknámsdeildir, 20—25%
í deildir, sem kenndu tvö erlend mál og 17—18 % 1 deildir,
sem kenndu eitt erlent mál. Skipt var eftir gáfnaprófum,
skólaþroskaprófum, prófum í norsku og reikningi og síð-
ast, en ekki sízt, eftir samtölum við nemendurna. Skoð-