Menntamál - 01.08.1960, Síða 69
MENNTAMÁL
163
1) Að ná nægilegu valdi á erlendu máli til að geta auð-
veldlega tjáð sig með orðum og lesið létt ritmál.
2) Að ná meiri leikni í málinu til þess að geta rann-
sakað bókmenntir og vísindarit og kynnzt menningu þjóð-
arinnar, sem talar það.
3) Að efla kynni og skilning milli þjóða heims.
Nefndin taldi, að barnaskóiinn gæti auðveldlega náð hinu
fyrsta af þessum þremur markmiðum, ef gert er ráð
fyrir, að tungumálanáminu séu helguð nægilega mörg ár.
Hún telur einnig fullvíst, að á barnafræðslustiginu megi
stíga stórt skref í átt til bætts skilnings þjóða í milli, en
álítur jafnframt vafasamt og stundum jafnvel skaðlegt að
reyna nám í bókmenntum á þessu stigi.
Á að gera nám í erlendu tungumáli að skyldu í barnaskóla ?
Nefndin komst ennfremur að þeirri niðurstöðu, að enga
almenna reglu væri hægt að setja varðandi þessa spurn-
ingu. Hún er háð þeim fræðsluhugmyndum, sem ríkja í
hverju landi og hversu brýn þörf er á tungumálakunn-
áttu, svo og hvort fyrir hendi eru í landinu nauðsynleg
skilyrði fyrir tungumálakennslu, s. s. nægur kennara-
kostur.
I löndum, þar sem fræðslumál eru í höndum allsherjar
fræðslustjórna og sama námsefni er kennt í öllum barna-
skólum, er sennilegt, að sú skoðun sigri víðast hvar, að
kennsla í erlendu tungumáli yrði að vera skylda eins
og aðrar námsgreinar, sem kenndar eru. Aftur á móti
verður tungumálakennslan nauðsynlega að vera valfrjáls
í þeim löndum, þar sem vissir landshlutar fara með
stjórn menntamála sinna og einstökum skólum er jafn-
vel veitt mikið sjálfsvald í námsskipan sinni. Nefndinni er
kunnugt um það, að fjölda mörg fullvalda ríki og ósjálf-
stæð landssvæði hafa skyldunám í erlendu tungumáli.
Sú spurning skaut upp kollinum, hvort tungumálanám
krefðist ekki sérstakra málahæfileika, sem sálfræðilega