Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 15
MENNTAMAL
229
sakakeðjan í hinum gölluðu tengslum getur verið af ýmsu
tagi. Algengust eru oftengsl við móður.
Stundum getur móður t. d. fundizt, að skólinn, kennari
og félagar þar, séu keppinautar um hylli og áhuga barns-
ins og séu að taka það frá henni. Barnið skynjar þá hina
duldu andúð móður sinnar á skólanum og þörf hennar fyr-
ir að vaka stöðugt yfir því. Það vill að vísu fara í skól-
ann, en hinn dulvitaði vilji móður, er það skynjar, gerir
það hrætt og á báðum áttum. I raun og veru er barnið
hrætt við að gera móður sinni á móti skapi, en þar sem
yfirlýstur vilji móðurinnar er sá, að það fari í skóla, bein-
ist ótti þess meðvitað að skólanum. Það leysir vandann og
fullnægir duldum óskum móðurinnar með skólafælni sinni.
Stundum er það barnið, sem vill ekki yfirgefa móður
sína. Ástæður þess geta verið margar. Afbrýðisemi gagn-
vart systkinum, sem mundu hafa hana fyrir sig, ef barnið
færi í skóla, eða ótti barnsins við, að móðirin yfirgefi það.
Þetta kemur einkum fyrir, þegar móðir ber í brjósti dulda
andúð á barni sínu, sem það verður áskynja, en slík and-
úð leiðir oft til oftengsla.
Þessi dæmi um tilfinningatengsl, sem valdið geta skóla-
fælni, verða að nægja, en gerð þeirra getur verið mjög
breytileg, og þarflaust er að nefna, að tilfinningar þær,
sem eru að verki, eru jafnan dulvitaðar.
V.
Þegar barn hættir að sækja skóla, er það flótti frá
skyldustörfum, eðlilegri þátttöku í lífsbaráttunni og hlið-
stætt því, er fullorðnir gefast upp við störf sín og draga
sig í hlé vegna geðrænna erfiðleika. Nauðsynlegt er að
gera sem fyrst ráðstafanir til að ráða bót á þessu. Því
lengur sem barnið er ekki í skóla, því meira dregst það
aftur úr í námi, og verður þá erfiðara að byrja á ný og
bæta upp það, sem tapazt hefur. Þá er hætt við, að barn-
ið einangrist meira en áður og missi félaga sína. Ráðstaf-