Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 96
310
MENNTAMAL
Þátttakendur voru 30 starfandi kennarar við barna- og
gagnfræðaskóla.
Hin ágæta þátttaka kennaranna í námskeiðinu sýndi
okkur, að þörfin var brýn.
í mörgum tilfellum voru það skólastjórarnir, sem fóru
þess á leit við kennarana, að þeir sæktu námskeiðið og
tækju svo upp kennslu í dansi við skólann, sem þeir
kenndu við, þegar heim kæmi. I öðrum tilfellum áttu kenn-
ararnir sjálfir frumkvæðið.
Hin síðari ár hefur oft verið um það rætt, að dans þyrfti
að kenna í skólum. Allmargir íþróttakennarar, sem braut-
skráðir hafa verið undanfarin 5 eða 6 ár, hafa öðlazt þá
undirstöðumenntun, að þeim var vel treystandi til að
kenna dans í skólum. Margir þeirra hafa gert það með
góðum árangri. Þrátt fyrir það hefur tímaskortur nem-
enda og fámenni kennaranna komið í veg fyrir, að nógu
vel hafi til tekizt við að útbreiða danskunnáttu nemenda í
skólunum. í einstaka tilfellum hefur einnig skort skilning
ráðamanna skólanna á gildi góðrar danskennslu.
Dans skoða ég ekki sem hreina líkamsíþrótt, er íþrótta-
kennarar einir saman eiga að kenna. Dans í skóla getur
ekki komið í stað leikfimi, knattleikja, sunds eða annarra
skólaíþrótta, og engin nefndra íþrótta getur ltomið í stað
danskennslu í skóla, þótt sumar íþróttir geti orðið furðu
dansrænar. Þess vegna er ekkert unnið við það að fella
niður skólaíþróttir og taka upp í staðinn kennslu í dansi,
eins og stundum hefur heyrzt.
Skynsamlega iðkaðar skólaíþróttir eru nemendunum
nauðsynlegar, að dómi hæfustu uppeldisfrömuða, eigi nem-
endurnir að geta stundað nám sitt vel og náð þeim þroska,
sem efni standa annars til.
Á námskeiði þessu hefur verið lögð megináherzla á að
kenna að dansa. Kennslunni hefur verið hagað í samræmi
við það. Með því móti einu getur dans orðið námsgrein í