Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 88
302
MENNTAMÁL
á bakvegg. Enginn nemandi verður heldur mjög langt frá
kennaranum, og er það mikill kostur.
Gangar eru gluggalausir að mestu, en bjartir engu að
síður og hreinlegir. Þeir eru 4 m breiðir og inn í veggi
þeirra eru byggðir mjóir og háir skápar, og hefur hver
nemandi sinn skáp undir yfirhafnir, bækur o. fl. og hefur
lás fyrir. Á hverjum gangi eru 2 raímagnsklukkur, drykkj-
arbrunnar, slökkvitæki og sýningakassar með glerhurðum
fyrir. Sýningakassar þessir eru uppi á veggjunum, 2x2
m og Y2, m á dýpt. í þeim eru margs konar gripir, og sjá
kennarar um útstillingu í þeim. í náttúrufræðideildinni
voru beinagrindur og hauskúpur úr smádýrum, einnig
skinn og margs konar gripir í öðrum, alls konar eðlis-
fræðiáhöld í hinum, allt greinilega merkt og skýrt.
Kennaraherbergi er lítið og sérstakt fyrir hverja deild.
Þar gat að líta sameiginleg tímarit og bækur deildarinn-
ar auk ýmissa gripa. f lok skólans komu kennararnir þar
saman til að bera saman bækur sínar og drekka kaffisopa.
En þar eð hver kennari hefur sína stofu, fara þeir ekki í
kennarastofu milli kennslustunda.
Stórar skrifstofur fyrir skólann eru við aðalinngang-
inn, og er ein þeirra skrifstofa skólastjóra.
Afar stór lóð er kringum skólann og bílastæði fyrir
bíla kennara og annars starfsliðs.
Við skólann starfa um 50 kennarar, en í honum voru í
vetur 1250 nemendur.
Skólamál.
Mikið er rætt um skólamál í blöðum, sjónvarpi, meðal
almennings og kennara í Wichita. Af því má margt læra,
og mun ég drepa á nokkur atriði hér.
Meðan ég var í Wichita, var haldið kennaraþing í borg-
inni, þar sem 130 fulltrúar 6000 kennara í barna- og fram-
haldsskólum víðs vegar að úr Kansas voru saman komnir.