Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 86
300
MENNTAMÁL
ir að lesa greinar í tímaritshefti (Science News Letter),
sem þeir fengu að láni hjá skólanum. Þær voru um geisl-
unarhættu, blóðflokka og áhrif þeirra á magasár, tann-
skemmdir, krabbamein, líf á öðrum hnöttum, offjölgun
mannkynsins o. s. frv. Yfirleitt voru tekin fyrir efni, sem
ekki eru rædd í kennslubókunum, en eru ofarlega á baugi.
Mér virtist áhugi nemenda vera mikill, og þeir spurðu
kennarann fleiri spurninga í þeim kennslustundum en
hann þá.
Á vorin er farið með nemendur út í náttúruna og ýms-.
ar athuganir gerðar þar á gróðri og dýralífi. Því miður gat
ég ekki tekið þátt í slíkum ferðum, þar eð ég varð að halda
heimleiðis áður en þær gátu hafizt, en kennarar sýndu
mér gripi, sem nemendur höfðu safnað í slíkum ferðum,
svo sem ágæt söfn dagfiðrilda, skordýrasöfn, söfn þurrk-
aðra trjálaufa, söfn af beinagrindum og skinnum smá-
spendýra, skjaldbökuskildi o. s. frv.
Kvikmyndir eru nokkuð notaðar, en þá er aðeins um sér-
staklega útbúnar kennslukvikmyndir að ræða. Ég sá slík-
ar myndir um hjartað og starfsemi þess, um sólina og
orkulindir jarðar, um kristalla og myndun þeirra, um tó-
baksnotkun og skaðleg áhrif hennar.
Þegar kennari hefur farið yfir lexíuna eða kvikmynd
er lokið, en kennslustundinni er ekki lokið, notar hann
oft þann tíma, sem eftir er, til að gefa nemendum tæki-
færi til að spyrja spurninga varðandi námsefnið. Slíkir
spurningatímar virtust gagnlegir og upplífgandi.
Smápróf eru haldin við og við og taka venjulega aðeins
hluta af kennslustundinni, síðustu 15—20 mínúturnar
eða svo.
Annars eru kennarar mjög frjálsir og geta eytt kennslu-
stundinni í annað en námsefnið, ef svo ber undir. Þannig
fóru allmargar kennslustundir í náttúrufræðum í að ræða
um ísland, horfa á kvikmynd frá íslandi og spyrja mig út
úr um land, þjóð, lifnaðarhætti og annað.