Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 132
346
MENNTAMÁL
2. fundur dómnefndar var haldinn þriðjudaginn 20. des-
ember 1960, kl. 15.00, í Suðurgötu 6.
Oll dómnefndin var mætt: Helgi Hjörvar, Broddi Jóhannesson,
Guðni Jónsson, Lárus Pálsson, Þóroddur Guðmundsson.
Guðni Jónsson var kjörinn ritari dómnefndarinnar.
Samþykkt var einróma af öllum dómnefndarmönnum tillaga,
sem nefndarmenn hafa rætt vandlega að undanförnu, fyrir meðal-
göngu formanns, — sú tillaga, að veita þremur mönnum heiðurs-
verðlaun úr gulli á 30 ára afmæli útvarpsins — og með þeim rök-
semdum, sem nefndarmenn hafa allir fallist á og hér segir á eftir.
Þessir menn eru:
1. Sigurður Nordal prófessor,
fyrir frábæran flutning erinda í útvarpið um
þrjá áratugi, fjölmörg um íslenzk höfuðskáld og menntir og
erindaflokka slíka sem „Líf og dauði“ og „Heiðinn dómur“.
En hið hreina tungutak fullkomnaði þar jafnan mikla málsnilld.
2. Einar Ól. Sveinsson prófessor,
fyrir frábæran ílutning í útvarp á íslend-
ingasögum meir en tvo áratugi, með fágætum að látlausri, djtipri
og innilegri túlkun á sagnasnilld hinna fornu meistara, og enn
fyrir slíkan flutning á Eddukvæðum, Sólarljóðum og Lilju.
3. Brynjólfur Jóhannesson leikari,
fyrir útvarpsleik, allt frá uppliafi, með
sérstakri skírskotun til afreka lians í líki þeirra Jóns Hregg-
viðssonar, Jóns í „Gullna hliðinu“ og séra Sigvalda, lians frá-
bæru íþrótt að tjá slík hlutverk einnig með málinu einu sam-
an, þó að leiksviðs og sjónar áheyranda missi við; — svo og í
minningu um það, hversu Brynjólfur er mjög sjálfgerður í list
sinni, með því að hann hefur enga stund notið neinnar kennslu
í lciklist né framsögn, — að hann er einn hinn seinasti þeirrar
kynslóðar leikara, sem gengu beint af baðstofupalli upp á leik-
svið borgarinnar, — að hann varð einn ágætasti arftaki kvæða-
manna og kvöldvökulesara, sem um aldir varðveittu málhreim
og tungutak allrar alþýðu í Iandinu.