Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 113
MENNTAMÁL
327
Suður-Evrópu ríkjanna hvers um sig vilja að vakin sé
athygli á um land þeirra.
Grikkland: Framfarir á sviði samgöngumála, vöxtur
kaupskipaflotans, nýjar iðngreinar og byggingar (hótel).
Italía: Fólksflutningar frá suðri til norðurs og frá
austri til vesturs, þurrkun og uppgræðsla lands, vegagerð,
brottflutningur fólks úr sveitum, fjallahéruð fara alveg í
eyði, örðugleikar við að finna atvinnu fyrir ört vaxandi
verkalýð.
Spánn. Mynd sú og lýsing, sem gefin er af landinu, má
ekki vera einhliða, þannig að Spánn sé talið gjöróíkt öðr-
um Evrópulöndum, vanþróað og gamaldags. Lýsingin
verður að eiga við landið nú. Getið sé um landnáms- og
áveituframkvæmdir, virkjun vatnsafls og þróun iðnaðar.
Þá æskja þeir þess, að getið sé um hin nánu tengsl Spánar
við Suður-Ameríku og útbreiðslu spanskrar tungu.
Tyrkland: Fulltrúarnir telja, að Tyrkland fái ekki það
rúm í kennslubókunum, sem því ber, að betra væri, að
Tyrkland allt væri afgreitt með öðrum Miðjarðarhafslönd-
um Evrópu en að skipta því á milli Evrópu og Asíu, eins
og margir höfundar gera nú. Sumir höfundar nefna ekki
Tyrkland í bókum sínum. Óvinsamleg ummæli, villur og
ónákvæmni, bæði landfræðilegs og vísindalegs eðlis, verði
fellt niður og leiðrétt. (Þess skal getið, að Tyrkir lögðu
fram sérstaka greinargerð, þar sem þeir rökstyðja um-
mæli sín. í öllum kennslubókum, sem þeir hafa athugað,
hafa þeir fundið fjölda af villum og í sumum ummæli,
sem hljóta að vekja andúð nemenda á Tyrkjum.) Þá mæl-
ast fulltrúarnir til þess, að landi þeirra sé lýst eins og það
er nú, að fjárhags- og þjóðlífsbylting, sem orðið hefur
eftir fyrri heimsstyrjödina, sé að minnsta kosti nefnd.
Nokkrir fræðandi fyrirlestrar voru fluttir á þinginu,
m. a. um landafræði og sögu Kanaríeyja og um landa-
fræði Suður-Evrópu í heild, ritum um eyjarnar og kort-
um af þeim var útbýtt til fundarmanna, Þrjár fræðslu-