Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 85
MENNTAMÁL
299
lausir. Þó kom fyrir, að þeir þyrftu þá að mæta á kenn-
arafundum, sem voru mjög stuttir.
Nemendum eru settar fyrir lexíur. Þeir hafa tíma til að
lesa þær í þeim stundum, sem þeir eiga lausar á milli, því
að flestir eiga a. m. k. eina slíka stund á dag. Sitja þá
nemendur í matsal skólans, sem jafnframt er lesstofa, eða
á bókasafninu, sem alls staðar er rúmgott. Einnig kemur
fyrir, að nemendur fá hluta af kennslustund til lestrar.
Sagt var mér einnig, að margir nemendur lesi meira eða
minna heima að auki.
Ég sat í kennslustundum hjá mörgum kennurum í ungl-
inga- og gagnfræðaskólum. Ég gerði mér fljótlega Ijóst,
að kennararnir buðu mér að vera í kennslustundum hjá
sér, þegar þeir höfðu góða nemendur og eitthvað fram að
færa, sem þeir töldu, að sýndi mér betri hliðina á kennsl-
unni. Ég býst við, að mér hefði farizt svipað, ef erlendur
kennari hefði heimsótt mig í því skyni að fræðast af. Hins
vegar verð ég einnig að telja skyldu mína að geta þess, að
kennararnir þar reyndust mér með afbrigðum vel, og
verður frjálslegri framkomu þeirra og lipurð seint lýst sem
skyldi.
Aðalkennsluaðferð þeirra er í höfuðatriðum sú sama og
hér hjá okkur, sú, að setja nemendum fyrir lexíu og fara
síðan yfir hana í kennslustund, aðallega með því, að kenn-
arinn útskýri, bendi á aðalatriðin, sýni gripi, þar sem það
á við, o. s. frv., en einnig með því að spyrja nemendur út
úr — og þá ýmist bekkinn í heild eða einstaka nemendur.
Nokkrar kennslustundir fara í að vinna úr ákveðnum
verkefnum, svo sem að kryfja frosk, skera sundur kross-
fisk, skera sundur aldin, blóm, rætur o. fl. og skoða vissa
hluti í smásjá, teikna ákveðna hluti og gera skýrslu um
athuganirnar.
Ég var einnig í kennslustundum, þar sem fram fóru
umræður um ákveðið efni. Nemendum hafði verið sett fyr-