Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 66
280
MENNTAMÁL
ur. Þetta er kallað að „gæta hinna gáfuðu“. Af einskærri
efnishyggju er alveg litið fram hjá því, að það eru ekki að-
eins gáfur og dugnaður, sem ber að meta og hafa gildi.
Aðrir eiginleikar geta haft mun meira gildi í ábyrgðar
stöðu: heiðarleiki, ábyrgðartilfinning, tillitssemi, virðing
fyrir rétti annarra o. fl. Gáfur og dugnaður útiloka ekki
aðra mikilvæga eiginleika, en þeir síðar nefndu þurfa engan
veginn að vera tengdir óvenjulegum gáfum yfirleitt. Við
megum ekki horfa svo einhliða á það, sem mestur ljómi
stafar af. Það er hyggilegt að minnast talsháttarins gamla,
sem segir: „Ekki er allt gull, sem glóir.“
Þá eru einnig hinir treggáfuðu dregnir úr hópi hinna
meðalgreindu og settir í svonefnda sérbekki. Að sjálf-
sögðu er rétt og skylt að veita þeim börnum, sem eru
vangefin, kennslu og uppeldi við sitt hæfi. En fráleitt er
með öllu að útiloka börn frá sameiginlegri kennslu með
meðalgreindum félögum sínum, aðeins vegna þess, að
þau hafa fengið lítið eitt lægri stigatölu á prófi. Einnig
hér er verið að meta menn aðeins eftir mælanlegum gáf-
um. Ef börnin eru yfirleitt eðlileg og samvistir þeirra
hafa ekki í för með sér neina áhættu, hvorki fyrir þau
sjálf né félaga þeirra, þá eiga þau tvímælalaust rétt á að
njóta kennslu með þeim. Skólarnir mega alls ekki gera
sig seka um slíkar flokkanir, heldur verður að breyta
kennsluháttum þeirra.
Þegar hugsað er um þessa „úrvalsbekki“, „miðlungs-
bekki“ og „sérbekki“ verður maður óneitanlega fyrir þeim
áhrifum, að við stefnum að indversku stéttakerfi,
þar sem börnin eru dregin í þennan eða hinn dilkinn
eftir því marki, sem við nefndum gáfur, og þau hafa á
engan hátt áunnið sér .sjálf. Það er kannski ástæða til að
gera sér grein fyrir, hvað það í rauninni kostar „að hugsa
vel um gáfuðu börnin“ á þennan hátt. Með slíkri sundur-
greiningu eru hinir „gáfuðu“, „meðalgreindu" og „sljóu“
nemendur útilokaðir frá því að alast upp og þroskast í hinu