Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 133
MENNTAMAL
347
Fram var lagt bréí í'rá framkvæmdastjórn sjóðsins, þeini Sigurði
Þórðarsyni og Magnúsi Jónssyni, dags. í gær, að þeir muni enga
athugasemd gera við það, þó að dómnefndin vilji veita fleiri en
ein gullverðlaun, samkv. 12. gr. skipulagsskrárinnar, nú á 30 ára
afmæli útvarpsins.
Annað lá ekki fyrir fundinum.
3. fundur dómnefndar var haldinn sunnudag 23. apríl 1961,
kl. 14.30, í Suðurgtöu 6.
Allir dómnefndarmenn voru viðstaddir, nema Lárus Pálsson, sem
er bundinn við störf í Þjóðleikhúsinu.
Form. skýrði frá, að sér hefði nú loks borist fimm fyrstir gull-
peningarnir fullgerðir. En silfurpeningar og bronspeningar komu
fullgerðir um nýár, og var það öllum nefndarmönnum kunnugt þá.
Form. hefur ráðgast margvíslega við nefndarmenn að undanförnu,
þó að ekki hafi verið formlegir nefndarfundir. Og var enn rætt
um veitingu heiðursverðlauna, sem fyrir hendi er. Þá var og hlýtt
á raddir nokkura manna af hljóðbandi, svo og rætt um fleiri menn.
Engar tillögur lágu fyrir til ákvörðunar að sinni, og ekki annað
af málefnum.
4. fundur dómnefndar var haldinn sunnudaginn 11. júní 1961,
í háskólanum, áður en afhenda skyldi verðlaun þau, sem veitt liafa
verið frá upphafi. En afhendingin fór fram í I. kennslustofu há-
skólans Jjann dag, kl. 14.00.
Fundi var skotið á litla stund, til Jæss að staðfesta sameiginlega
störf nefndarinnar, sem unnin hafa verið á löngum tíma og í
mörgum áföngum, án þess að J)ví yrði við komið að nefndin sæti
öll saman skipulega fundi. En nefndarmenn, aðrir en formaður,
höfðu átt mikið og margvíslegt annríki, einkum vormánuðina. En
störf dómnefndarmanna höfðu ])ó leitt til einnar og sameiginlegr-
ar niðurstöðu, án þess að nokkur ágreiningur yrði um neina veit-
ing verðlauna; svo hafði og verið samvinna á margan veg um rök-
stuðning fyrir verðlaunum, en þeir form. og Lárus Pálsson höfðu
unnið mest saman að orðalagi á greinargerð fyrir verðlaunum. En
form. hafði viðað að hljóðböndum til vandlegrar athugunar á rödd