Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 70
284
MENNTAMAL
frv.) til rannsóknar á eigin frammistöðu nemandans og
sambandi hans við félagana.
Nemendurnir fá öðru hverju tækifæri til að hugsa um,
hvernig hægt sé að auka þetta samband og treysta. í fyrstu
verður það einfaldlega á þann hátt, að þeir skrifa lög, eða
skrifa um efnið: „Það, sem ég á að hugsa um, meðan á
vinnu stendur.“ Þegar þau hafa hlotið meiri reynslu, geta
þau fengið að skrifa um þessi efni: „Hvernig á ég að
koma fram við félaga mína“, Góður félagi“, o. s. frv.
En slík verkefni á ekki að leggja oft fyrir, og þau verða
að vera breytileg, svo að ekki sé um þreytandi endurtekn-
ingu að ræða. Öðru hverju er rétt að láta frjálsa og ein-
læga dóma nemendanna koma fram með því að svara
ákveðnum spurningum skriflega, t. d.:
1. Hvernig hefur þú unnið að verkefnum þínum?
2. Hefur þú truflað nokkurn?
3. Hefur þú gert nokkuð, sem einhverjum félaga þínum
geðjast ekki að?
4. Hefur þú haft hjá þér bók, eða eitthvað annað, lengur
en þörf var á?
Ef til vill finnst einhverjum, að það séu óviðeigandi
áhrif af hálfu kennarans, að nemendurnir fái að svara
slíkum spurningum, eða dæma sínar eigin úrlausnir og
samband sitt við félagana, — og það sé markviss tilraun
til að beina þroska nemandans í ákveðna átt. En lög, dóm-
ar um eigin áætlanir, spurningar um starfsgetu og afköst
af ýmsu tagi o. fl. koma fyrst fram, þegar nemendurnir
hafa hlotið reynslu um það, hvers félagarnir krefjast af
þeim og hvers þeir sjálfir krefjast af félögunum. Þeim
er þegar orðið Ijóst, að reglur eru nauðsynlegar og þeir
hafa komið sér saman um þær til þess að ró og regla skyldi
ríkja í skólastofunni og góður árangur nást. Lög, svör við
spurningum, eins og þeim, sem fyrr voru nefndar, stefna
að því að gera reynslu nemandans ljósari og frjórri. Það er