Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 40
254
MENNTAMÁL
an hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á fylgni þess við
önnur próf. Fylgni þess við Binet-próf virðist vera frá
0.50—0.80. Það virðist oftast nær gefa lægri grv. en Binet.
Próf þetta má einnig nota fyrir fullorðna, en ekki hefur
verið athugað, hvernig það samsvarar öðrum greindar-
prófum fyrir fullorðna. Hér á landi hefur Arthur-prófið
verið smávegis notað, en engin reynsla er ennþá fengin
af því, hvernig það mun reynast.
Leiter International Performanee Scale (Leiter-próf) er
einnig að öllu leyti verklegt próf, og þarf engin munnleg
fyrirmæli við notkun þess. Upphaflega var prófinu ætlað
það hlutverk að vera með öllu laust við menningarleg áhrif
(cross cultural), en reynslan hefur sýnt, að prófið hefur
ekki náð tilgangi sínum að því leyti. Venjulega er það nú
notað til prófunar á daufdumbum og þykir gefast þar vel.
Með því má prófa börn og unglinga á aldrinum tveggja til
átján ára. í hverju aldursstigi eru 4 verkefni, og gefur
rétt lausn á hverju þeirra ákveðinn fjölda greindarmán-
aða. Niðurstaða er gefin í greindaraldri og greindarvísi-
tölu. Prófinu er ætlað að vera verkleg hliðstæða Binet-
prófsins, þ. e. þau lögmál, sem verkefni Binet-prófsins
byggjast á, eru látin halda sér eftir því sem hægt er, en
sett fram í öðru formi. Áreiðanleiki prófsins hefur reynzt
vera þessi: a) Fylgni tveggja helminga prófsins frá 0.91—
0.94. b) Fylgni við Binet-próf 0.64—0.81. Til er einnig
önnur útgáfa af Leiter-prófi (Arthur adaptation). Þá eru
einungis notuð aldursstigin 2—12 ára með smávægilega
frábrugðnu mati á lausnum. Oftast er prófið notað með
Arthur-prófi (sama barn prófað með báðum prófunum),
og reiknast þá bæði prófin sem eitt próf, þ. e. tekið er
meðaltal af greindaraldri beggja prófa og reiknuð út ein
greindarvísitala. Fyrir börn á aldrinum 4—8 ára þykir
þessi prófun gefa bezta samsvörun við Binet-próf. Leiter-
próf má nota svo til óbreytt hér á landi.