Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 18
232
MENNTAMÁL
VIGDÍS JÓNSDÓTTIR:
Kafli úr skólaslitaræðu.
Þótt hver fullþroska maður hljóti að viðurkenna aðild
sína að stjórn heimsins, og því sem gerist í þeim smáa
hluta veraldarinnar, sem áhrif hans ná til, má þó segja,
að kennarinn sé öðrum fremur til þess kallaður að beita
áhrifum sínum. Enginn getur lagt út í slíkt nema fyrir
trú. Flestir kennarar eiga þá trú, að þeir séu að efla
þroska skjólstæðinga sinna, vinna meðbræðrum sínum
gagn eða leiða þjóð sína til velmegunar.
Næstum allir kennarar gera kröfu til þess að kennslu-
grein þeirra sé skoðuð sem meðal til þess að ná almennum
þroska, það er að áhrif hennar takmarkist ekki við hag-
nýtt gildi, heldur veiti hún iðkendum sínum eitthvað ann-
að og meira en það sem mælt verður eða vegið. Margir
hafa brosað að þessu. Iþróttakennaranum er velkomið
að hlæja, þegar ég segi að matreiðslunám hafi almennt
þroskagildi, því að hann fær goldið í sömu mynt á næsta
íþróttamóti. En eitt játum við bæði með þessum saman-
burði sem í sjálfu sér er tilgangslaus:
Við játum sömu trú, — trú á manngildi óháð kunnáttu,
— trú á æðri verðmæti en sjálfan lærdóminn. Þessi trú
veitir okkur kjark til þess að leitast við að rækja köllun
kennarans: Að láta okkur ekki síður annt um nemandann
en námsgreinina, þar eð við teljum hann geta eflzt að al-
mennum þroska, persónuþroska eða hvað við viljum nefna
það. Bæði vitum við, að leiðin til að öðlast þessa aukagetu
er síður en svo auðrötuð, grunar þó af eigin reynslu, að
einlæg ástundun námsgreina okkar muni vísa veginn, og