Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 115
MENNTAMAL
329
Fundir og ályktanir.
Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar.
Aðalmál fundarins var súlfrœðiþjónusta i skólum.
Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri
laugardaginn 15. september síðastliðinn. Fundinn sóttu um 50
kennarar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Stefán Jónsson náms-
stjóri erindi um aga í skólum og móðurmálskennslu. Jónas Pálsson,
sálfræðingur, flutti erindi um sálfræðiþjónustu skólanna í Reykjavík.
Urðu um það mál talsverðar umræður. Frk. Ingibjörg Stephensen
flutti erindi um málgalla barna. Starfar hún á Akureyri þennan
mánuð til að hjálpa börnum, sem hafa einhverja málgalla. Páll
Aðalsteinsson, námsstjóri, ræddi um handavinnukennslu drengja og
frú Arnheiður Jónsdóttir um handavinnukennslu stúlkna. Þá sagði
frk. Júdit Jónbjörnsdóttir fréttir úr utanför, en hún hefur í sumar
heimsótt skóla í Vesturheimi.
Eins og kunnugt er gefur Kennarafélag Eyjafjarðar út tímaritið
Heimili og slióli, og fjallar efni þess að allmiklu lcyti um skóla og
uppeklismál. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Hannes
]. Magnússon, Eiríkur Sigurðsson og Páll Gunnarsson.
Meðal ályktana frá fundinum var þessi:
„Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar ítrekar óskir sínar frá
síðasta aðalfundi um sálfræðilega þjónustu í skólum. Vill fundurinn
benda á, að nauðsyn slíkrar þjónustu fer vaxandi með hverju ári
og hlýtur að vera óaðskiljanlegur liluti af hinni almennu heilsu-
vernd, sem bæir og ríki halda uppi í skólum landsins. Geðverndin
er einn hinn mikilvægasti þáttur slíkrar heilsuverndar."
Frá aðalfundi Kennarasambands Austurlands.
Aðall'undur Kennarasambands Austurlands var haldinn að Eið-
um dagana 28. og 29. september s. 1.
Fráfarandi formaður sambandsins, Björn Magnússon kennari, Eið-
um, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Fundarstjórar voru Helgi
Seljan, Reyðarfirði og Kristján Ingólfsson, Eskifirði, en fundarritarar,
Eirikur Karlsson og Birgir Stefánsson, Neskaupstað.