Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 134
348
MENNTAMÁL
og tungutaki í íluttu útvarpsefni, ei'tir ]jví sem öðrum nefndar-
mönnum hentaði að hlýða þar á, tveir eða i’leiri saman hverju
sinni.
Var það enn staðfest, að samhljóða var niðurstaðan um allar
ákvarðanir dómnefndar, svo og rökstuðning fyrir hverjum lieið-
ursverðlaunum. En ]jau eru, fyrir 1960: fern silfurverðlaun og ein
bronsverðlaun; en fyrir 1961: tvenn silfurverðlaun, að sinni, með
þeim fyrirvara, að aukið verði við verðlaunum fyrir það ár, ef
dómnefnd ]jykir rétt. — Um bronsverðlaun hefur dómnefnd sett
sér tvenna starfsreglu (þar til þau atriði komi í skipulagsskrá):
a) að gera hvergi minni kröfur um verðleika til bronspenings
en silfurpenings, og
b) að silfurpeningur verði ekki veittur yngra manni en 26 ára.
En heiðursverðlaun 1960 og 1961, þau sem hér um ræðir, hefur
dómnelndin veitt Jjeiin sem liér eru taldir, og með þeim röksemd-
um sem þar segir:
1 960
SILFU RPENINGUR:
1. Arndís Hjiirnsdóttir leikkona,
fyrir útvarpsleik frá upphafi, með sérstakri
skírskotun til kerlingar í „Gullna hliðinu“ og nú hin síðari
missiri fóstrunnar í „Föðurnum" eftir Strindberg og móðurinn-
ar í „Blóðbrullaupi“ eftir Lorca, og fyrir það einkum að hafa
jafnan beitt svo til lilítar málinu sjálfu í túlkun sinni.
2. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur,
fyrir flutning útvarpserinda, — fyrir karl-
mannlegt og hreimsterkt tungutak og fyrir hinn létta leik að
ádeilu og háði í þungum straumi málsins.
3. Regína Þórðardóttir leikkona,
fyrir útvarpsleik frá upphafi, — fyrir hreint
málfar, rósamlegan skapstyrk og kvengöfgi í túlkun sinni, með
skírskotun til jómfrú Ragnheiðar, sjúku konunnar í „Sumri
hallar“ og nú hvað síðast einfaldrar og innilegrar tjáningar