Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 73
MENNTAMÁL
287
sterku, drottnunargjörnu og illvígu ætla stundum í fyrstu
að kúga hina þróttlitlu og hógværu. Uppalandinn verður
að sjá svo um, að breytingin gerist við raunverulegt frelsi,
að hver og einn njóti verndar og geti þroskað beztu eðlis-
kosti sína. Og það bezta í þessu sambandi er það, sem
hefur í för með sér mestu gagnsemina, án þess að skerða
rétt nokkurs eða valda nokkrum tjóni eða sársauka. Sá,
sem tekur slíkt tillit til annarra, þarf oft að færa fórnir.
Ábyrgð og fórnarvilji eru hornsteinar hins lýðræðislega
skipulags og aðalsmerki samborgaranna. Hlutverk uppal-
andans er að þroska þessa eiginleika hjá börnunum.
Aðhald er nauðsynlegt, en það má ekki birtast í neinu
lögreglueftirliti eða tortryggni. Ef uppalandinn sýnir nem-
endunum fullt traust, sýnir, að hann treystir á góðan vilja
þeirra og viðleitni, þá kveikir hann hjá þeim löngun til
að verðskulda traust hans. Vantraust skapar vansæld og
tilhneigingu til hirðuleysis og hroðvirkni.
Kennarinn lifir og hrærist í því, sem gerist, fylgist ná-
kvæmlega með öllu framferði nemendanna og skrifar sitt
af hverju hjá sér í sambandi við aukinn þroska þeirra í
félagslegu tilliti. Hann skrifar einnig hjá sér það, sem
hann telur neikvætt, og ræðir svo síðar um þetta í sam-
talstímum, til þess að skerpa skilning nemendanna, en
aðeins skamma stund hverju sinni.
Uppalandinn þrengir sér ekki að neinum. Þegar ein-
hver persóna lætur aðra verða vara við innri hugarhrær-
ingar, til dæmis snýr sér til einhvers til að fá ráð o. s. frv.,
þá er það merki um trúnað, sem maður getur öðlazt, en
hefur ekki rétt til að krefjast.
Kennarinn hefur öðru hverju æft nemendurna í því,
stuttan tíma í einu, t. d. viku, að setja sér ákveðið takmark,
varðandi vinnuhraða og samband sitt við félagana. Síðan
reyna þeir markvisst að framkvæma áætlanir sínar, og
í lok tímabilsins athuga þeir gaumgæfilega, hvernig þeim
tókst að halda þær, á hvern hátt þeim mistókst og hvað