Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 26
240
MENNTAMÁL
letri. í öðru lagi, handa nemendum 10—14 ára, valdar
barnabækur, bæði hvað mál og efni snertir. Einnig koma
til greina í þessum aldursflokki ýmsar góðar bækur ætlað-
ar unglingum 14—16 ára. Þar er um að ræða úrval ung-
lingabóka, léttar skáldsögur og ljóð og ýmis önnur verk
öndvegishöfunda að fornu og nýju.
Takmark og tilgangur skólabókasafnsins er að sjálf-
sögðu að gefa öllum nemendum skólans kost á að afla sér
nytsamrar þekkingar og kynnast bókmenntum sinnar eig-
in þjóðar og annarra. Með starfrækslu skólabókasafna er
stuðlað að því, að nemendur læri sem bezt að notfæra sér
bækur, bæði í sambandi við námsefni sitt og til skemmti-
lesturs. -
Kennsla í notkun bókasafna hefur fjölþættara hlutverki
að gegna en að miðla nemendum þekkingu í sambandi við
námsefni sitt. Hún glæðir lestrarlöngunina og eykur skiln-
ing barna- og unglinga á hinu geysivíðtæka og mikilvæga
hlutverki, sem prentað mál gegnir í nútíma þjóðfélagi. Þá
kemur það af sjálfu sér, þegar skólanum sleppir, að þetta
unga fólk, sem vanizt hefur á að umgangast bækur, not-
færir sér í ríkara mæli almenningsbókasöfnin. Fátt þrosk-
ar meira einstaklinginn og víkkar sjóndeildarhring hans
en lestur góðra og fræðandi bóka. „Blindur er bóklaus
maður“ segir máltækið.
Rétt er að víkja nánar að lesstofunum, sem oftast er ein
og sama stofan og bókasafnið. Kappkostað er að hafa sem
bezt vinnuskilyrði, þægileg húsgögn og góða lýsingu.
Allir nemendur skólans hafa frjálsan aðgang að lesstof-
unni þann tíma, sem hún er opin. Að sjálfsögðu verður að
hlýða settum reglum og hafa ekki neinn hávaða og óþarfa
umgang. Börnin fá samt að ganga um safnið og velja sér
sjálf bækur og láta þær síðan á sama stað og þau tóku
þær, þegar þau fara. Ef börnin muna ekki, hvar þau tóku
bækurnar afhenda þau þær bókaverði eða láta þær í sér-