Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 130
344
MENNTAMÁL
GERÐIR DÓMNEFNDAR
Dómnefnd l'yrir Heiðursverðlaunasjóð Daða Hjörvar varð þannig
skipuð:
1. Útvarpsráð tilnefndi, á fundi sínum 12. jan. 1960, Helga
Hjörvar sem formann dómnefndar.
2. Heimspekideild Háskóla fslands fól, á fundi sínum 20.
jan. 1960, Guðna prófessor Jónssyni að taka sæti í nefnd-
inni.
3. Leikarar Þjóðleikhússins höfðu tilnefnt af sinni hálfu
Lárus Pálsson (bréf 3. des. 1958).
4. Rithöfundar höfðu tilnefnt Þórodd skáld Guðnrunds-
son (bréf 26. febr. 1959).
5. Samtímis tilnefning dr. Guðna Jónssonar varð dómnefnd-
in á eitt sátt um að kjósa dr. Brodda Jóhannesson í
nefndina, þar sem annar stofnenda lrafði verið tilnefnd-
ur formaður dómnefndar (sbr. 6. gr.).
Lárus Pálsson var erlendis, en fyrir lá bréf lians, dags. 9. jan.,
um samþykki hans á þessu kjöri, ef H. Hjv. yrði formaður nefnd-
arinnar. En dr. Broddi hafði lofað að taka við kjörinu og var mætt-
ur á fundi nefndarinnar. Þannig var dómnefnd fullskipuð liinn
20. janúar 1960.
Dómnefndin hélt fyrsta fund sinn hinn sama dag, 20. jan. 1960,
kl. 16.30, í Suðurgötu 6.
Fjarstaddir voru: Lárus Pálsson (erlendis) og Guðni Jónsson,
vegna embættisanna; en hann lýsti í símtali við nefndarmenn á
fundi fylgi sínu við tilnefning dr. Brodda, svo sem hann hafði og
áður gert í viðræðum við formann og aðra nefndarmenn; svo lýsti
hann og fylgi sínu við tillögu formanns, sem fyrir fundinum lá. Þá
lá fyrir bréf Lárusar Pálssonar, sem fyr getur, þar senr hann lýsir
einnig eindregnu fylgi sínu við verðlaunatillögu formanns, sem
nefndarmönnum var öllum áður kunnug.
Tillaga formanns, sem fyrir fundinum liggur, er þess eínis, að
veita skuli Davíð skáldi Stefánssyni, á 65 ára afmæli hans á rnorgun,
hin fyrstu heiðursverðlaun sjóðsins úr gulli, eftir 12. gr. skipu-
lagsskrárinnar.