Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 94
308
MENNTAMÁL
Mér var sýndur samkomusalur skólans, sem hefur sæti
fyrir hátt á annaS þúsund manns, upphækkuS, og stórt
leiksviS meS miklum útbúnaSi. Næst var mér sýndur
hinn rúmgóSi matsalur (Cafeteria), þar sem nemendur fá
keypta góSa hádegismáltíS fyrir 50 cent, og loks komst ég
í leikfimideildina, þar sem voru leikfimisalir og sundlaug,
en hver nemandi fer í leikfimi tvisvar og sund einu sinni
í viku.
Þar í Enid voru mér aS lokum sýndar tvær bifreiSir, sem
skólinn notar eingöngu sem kennslubifreiSir fyrir þá nem-
endur, sem óska aS fá ökuréttindi.
Auk þess, sem aS framan greinir, sat ég í kennslustund-
um í skólum í Kaliforníu og skoSaSi skóla í Chicago og
New York. Og alls staSar var sömu sögu aS segja af mót-
tökum og greiSvikni kennara. VerSur þaS ekki oflofaS.
I skólunum virtist mér andinn yfirleitt góSur, þótt ég
þættist sjá, aS þar væri viS svipuS vandamál aS glíma og
hér í okkar fátækt.
Heim kom ég úr þessu orlofi miklu fróSari en áSur og
vildi óska, aS íslenzkir kennarar gætu yfirleitt notiS slíkra
orlofsferSa sem bezt.
Að lokum væri rétt að benda á, þar eð það hefur e. t. v.
ekki komið nógu skýrt fram, að framhaldsskólar í Banda-
ríkjunum eru mörgum sinnum stærri en hér og miklu bet-
ur búnir. Víðast eru nemendur 1200—1500 eða fleiri. Þeir
hafa úrval góðra kennslubóka og handbóka og allir góð
bókasöfn. Nemendur fá kennslubækur víðast leigSar, og er
leigan oftast 8 dalir á misseri fyrir allar þær kennslu-
bækur, sem nemandinn þarf á að halda (um 345 ísl. kr.).
Þá má geta þess, að full iðnréttindi fylgja gagnfræðaprófi
frá verknámsdeildum, en iðnlöggjöf Bandaríkjanna virð-
ist vera laus í reipunum.