Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 92
306
MENNTAMÁL
Nýjungar.
Ýmsar nýjungar, aðrar en þær, sem ég hef þegar nefnt,
eru vel þess virði að kynnast þeim.
Nýjar kennslubækur í náttúrufræðum (High Sehool
Biology), sem samdar eru af nefnd 50 sérfróðra manna
og hafa verið reyndar undanfarna vetur í handriti, voru
notaðar nú í mörgum bekkjum í framhaldsskólunum í
Wichita. Þær eru gerólíkar eldri bókunum og virðast miklu
aðgengilegri fyrir nemendur.
1 bænum Enid í Oklahoma voru mér sýnd ný tæki fyrir
eðlisfræðikennslu, sem notuð voru með nýrri kennslubók
í þeirri grein. Áhöld þessi voru miklu einfaldari að gerð
og kváðu einnig vera miklu ódýrari en eldri gerð slíkra
tækja. Ætlunin var, að nemendur gætu sjálfir fundið lög-
mál eðlisfræðinnar með tækjum þessum, en þyrftu ekki
að læra formúlur utanbókar fyrst og prófa þær síðan með
áhöldum, eins og hingað til hefur verið gert.
Nýtt skólahús fyrir unglingaskóla var tekið í notkun í
febrúarmánuði í bænum Haysville, sem er rétt sunnan við
Wichita. Það er mjög nýtízkulegt á margan hátt. Ford-
stofnunin (The Ford Foundation) hefur látið gera margs
konar athuganir og tilraunir í sambandi við hagkvæmni
skólahúsa, og voru þær athuganir lagðar til grundvallar
við skipulag þessa skóla.
Það, sem er allra sérkennilegast við þennan skóla, er, að
hann er svo til gluggalaus. Kostir eiga að vera þeir, að
ódýrara er að byggja skólana þannig, sparnaður er við
viðhald, hreingerningar og gluggatjöld, en birtan í glugga-
lausum kennslustofum verður jafnari og betri en þar, sem
misjöfn dagsbirta verkar truflandi. Þá er skipulagning
kennslustofanna auðveldari. Einnig er hægt að hagræða
notkun kennslustofanna öðru vísi en í gluggaskólum, og
eru þær t. d. notaðar díagónalt — horna í milli —, þ. e.
a. s., að kennarinn er við eitt hornið á stofunni og nem-
endur snúa að honum, en þetta er m. a. talið nýta betur