Menntamál - 01.12.1962, Side 92

Menntamál - 01.12.1962, Side 92
306 MENNTAMÁL Nýjungar. Ýmsar nýjungar, aðrar en þær, sem ég hef þegar nefnt, eru vel þess virði að kynnast þeim. Nýjar kennslubækur í náttúrufræðum (High Sehool Biology), sem samdar eru af nefnd 50 sérfróðra manna og hafa verið reyndar undanfarna vetur í handriti, voru notaðar nú í mörgum bekkjum í framhaldsskólunum í Wichita. Þær eru gerólíkar eldri bókunum og virðast miklu aðgengilegri fyrir nemendur. 1 bænum Enid í Oklahoma voru mér sýnd ný tæki fyrir eðlisfræðikennslu, sem notuð voru með nýrri kennslubók í þeirri grein. Áhöld þessi voru miklu einfaldari að gerð og kváðu einnig vera miklu ódýrari en eldri gerð slíkra tækja. Ætlunin var, að nemendur gætu sjálfir fundið lög- mál eðlisfræðinnar með tækjum þessum, en þyrftu ekki að læra formúlur utanbókar fyrst og prófa þær síðan með áhöldum, eins og hingað til hefur verið gert. Nýtt skólahús fyrir unglingaskóla var tekið í notkun í febrúarmánuði í bænum Haysville, sem er rétt sunnan við Wichita. Það er mjög nýtízkulegt á margan hátt. Ford- stofnunin (The Ford Foundation) hefur látið gera margs konar athuganir og tilraunir í sambandi við hagkvæmni skólahúsa, og voru þær athuganir lagðar til grundvallar við skipulag þessa skóla. Það, sem er allra sérkennilegast við þennan skóla, er, að hann er svo til gluggalaus. Kostir eiga að vera þeir, að ódýrara er að byggja skólana þannig, sparnaður er við viðhald, hreingerningar og gluggatjöld, en birtan í glugga- lausum kennslustofum verður jafnari og betri en þar, sem misjöfn dagsbirta verkar truflandi. Þá er skipulagning kennslustofanna auðveldari. Einnig er hægt að hagræða notkun kennslustofanna öðru vísi en í gluggaskólum, og eru þær t. d. notaðar díagónalt — horna í milli —, þ. e. a. s., að kennarinn er við eitt hornið á stofunni og nem- endur snúa að honum, en þetta er m. a. talið nýta betur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.