Menntamál - 01.12.1962, Page 32

Menntamál - 01.12.1962, Page 32
246 MENNTAMAL af íslenzka fánanum í stað þess bandaríska. En þá koma strax fram spurningar. Er það áreiðanlega mælikvarði á greind manns, hvort hann þekkir fána lands síns? Hugs- anlegt er að sú þekking sé fullt eins mikið háð umhverfi og uppeldi og raunverulegri greind. í öðru lagi má spyrja: Er nákvæmlega jafn auðvelt að þekkja bandaríska fánann og þann íslenzka? Hér er í fyrsta lagi um það að ræða, hvort þekkingar- forði einstaklingsins sé mælikvarði á greind hans. Við fyrstu sýn kann að virðast sem svo sé ekki. Vel er hægt að hugsa sér greindan mann en fáfróðan, sem sakir ytri aðstæðna hefur ekki haft möguleika á að afla sér þekk- ingar. Gegn þessu má tefla því, að réttlætanlegt er að líta á greind sem hæfileika til að afla sér þekkingar. Úr þessu ættu rannsóknir á fylgni þekkingaratriða við aðra þætti, sem ekki eru háðir þekkingu, að geta skorið. Þær rannsókn- ir hafa sýnt svo ekki verður um villzt, að fylgnin er í þess- um efnum yfirleitt mjög góð og verður því að álíta að þar sem fólk á nokkurn veginn jafnan aðgang að þekkingu sé hún mælikvarði á greind. Síðari spurningin fjallar um þær breytingar, sem gera verður á greindarprófum, þegar á að nota þau í öðru menningarumhverfi en því sem þau eru gerð fyrir. Þá verður yfirleitt að setja inn ný þekkingaratriði í stað þeirra sem fyrir voru og gæta þess vandlega að þyngd at- riðanna haldist. Þetta er allvandasöm vinna, sem krefst mikilla útreikninga. En sálfræðingar, sem unnið hafa að þessu, telja sig geta náð góðum árangri. Elzt og þekktast þeirra greindarprófa, sem notuð eru, er Binet-próflcerfið. Binet-prófið var fyrst tekið í notkun árið 1905, síðan endurbætt tvisvar af höfundi, 1908 og 1911. Það sama ár lézt Binet. Þá tóku Bandaríkjamenn við, gerðu próf- ið nothæft við bandarískar aðstæður og endurbættu það á ýmsan hátt. Síðasta endurbótin er frá 1960. Aðalhvata-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.