Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 32
246
MENNTAMAL
af íslenzka fánanum í stað þess bandaríska. En þá koma
strax fram spurningar. Er það áreiðanlega mælikvarði á
greind manns, hvort hann þekkir fána lands síns? Hugs-
anlegt er að sú þekking sé fullt eins mikið háð umhverfi
og uppeldi og raunverulegri greind. í öðru lagi má spyrja:
Er nákvæmlega jafn auðvelt að þekkja bandaríska fánann
og þann íslenzka?
Hér er í fyrsta lagi um það að ræða, hvort þekkingar-
forði einstaklingsins sé mælikvarði á greind hans. Við
fyrstu sýn kann að virðast sem svo sé ekki. Vel er hægt
að hugsa sér greindan mann en fáfróðan, sem sakir ytri
aðstæðna hefur ekki haft möguleika á að afla sér þekk-
ingar. Gegn þessu má tefla því, að réttlætanlegt er að líta
á greind sem hæfileika til að afla sér þekkingar. Úr þessu
ættu rannsóknir á fylgni þekkingaratriða við aðra þætti,
sem ekki eru háðir þekkingu, að geta skorið. Þær rannsókn-
ir hafa sýnt svo ekki verður um villzt, að fylgnin er í þess-
um efnum yfirleitt mjög góð og verður því að álíta að þar
sem fólk á nokkurn veginn jafnan aðgang að þekkingu sé
hún mælikvarði á greind.
Síðari spurningin fjallar um þær breytingar, sem gera
verður á greindarprófum, þegar á að nota þau í öðru
menningarumhverfi en því sem þau eru gerð fyrir. Þá
verður yfirleitt að setja inn ný þekkingaratriði í stað
þeirra sem fyrir voru og gæta þess vandlega að þyngd at-
riðanna haldist. Þetta er allvandasöm vinna, sem krefst
mikilla útreikninga. En sálfræðingar, sem unnið hafa að
þessu, telja sig geta náð góðum árangri.
Elzt og þekktast þeirra greindarprófa, sem notuð eru,
er Binet-próflcerfið.
Binet-prófið var fyrst tekið í notkun árið 1905, síðan
endurbætt tvisvar af höfundi, 1908 og 1911. Það sama
ár lézt Binet. Þá tóku Bandaríkjamenn við, gerðu próf-
ið nothæft við bandarískar aðstæður og endurbættu það
á ýmsan hátt. Síðasta endurbótin er frá 1960. Aðalhvata-