Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 110
324
MENNTAMÁL
endum. Fulltrúar frá löndum Suður-Evrópu skyldu kynna
sér, hvað ritað er um lönd þeirra í kennslubækur annarra
landa, svörin við spurningunum, sem áður voru nefndar,
rita athugasemdir um það og leggja þær fyrir þingið.
Efni spurninganna var í stórum dráttum sem hér segir:
1. Hvort er venjulegra að nota heitið Suður-Evrópa eða
Miðjarðarhafslönd til að tákna suðurhluta Evrópu? Hvort
heitið ætti fremur að nota og hvers vegna?
2. Hvaða lönd telja höfundar til „Miðjarðarhafslanda“,
og hvað gera kennslubókarhöfundar við lönd, sem liggja
aðeins að nokkru leyti við Miðjarðarhaf, en að nokkru í
öðrum hlutum Evrópu? Telja þeir, sem nota heitið Suð-
ur-Evrópa, Balkanskaga til Suður-Evrópu?
3. Er almenn lýsing Miðjarðarhafslanda í heild á undan
lýsingum einstakra landa í kennslubókum? Væri ekki hag-
ur að slíkri almennri lýsingu til að venja nemendur á að
,,hugsa“ í heildum, sem ekki takmarkast af landamærum?
4. Gefa kennslubækur hugmynd um innbyrðis tengsl
Miðjarðarhafslanda og tengsl þeirra við önnur lönd Ev-
rópu? Hver telja þær sameiginlegu einkennin vera, og að
hvaða leyti eru þau lík öðrum löndum Evrópu? Hættir
höfundum til að stytta lýsingar af Miðjarðarhafslöndum,
sökum þess að þeir telji þau vanþróuð?
5. Eru lýsingar höfunda nákvæmar, og eiga þær við
nú, eða eru þær meira eða minna úreltar? Er minnzt á
viðleitni þjóðanna við Miðjarðarhaf til að bæta jarðveg,
lífskjör og eyða orsökum vanþróunar?
6. Er í kennslubókum lögð áherzla á vissa myndríka
drætti í sögu, landslagi og þjóðlífi, þannig að nemendur
fái skakkar hugmyndir um kjör og líf fólks í þessum
löndum?
7. Gefa höfundar rétta mynd af náttúruauði og mann-
afla í Miðjarðarhafslöndum? Hættir þeim til að lýsa þeim
sem 2. flokks bæði um mannafla og náttúrugæði?
8. Hafið þér í kennslu- og kortabókum fundið villur eða