Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 90
304
MENNTAMÁL
að í fyrstu hefðu 24 þúsund dölum (1.032.000,00 ísl. kr.)
verið varið í að útbúa deildina að tækjum, en síðan fengi
hún 3 þúsund dali (128 þúsund ísl. kr.) á ári til viðhalds,
efna- og áhaldakaupa.
Annar gagnfræðaskóli í borginni (North Highschool),
sem er gamall, var með gamaldags og ófullnægjandi nátt-
úrufræðideild. Áhöld hennar voru 35 ára gömul. Fræðslu-
yfirvöldin óskuðu í vetur eftir tilboðum í endurnýjun
deildarinnar fyrir 35.900 dali (1.243.700,00 ísl. kr.).
Þannig mætti halda áfram lengi til að sýna, að í Banda-
ríkjunum er lítið sparað til að gera skólahaldið þannig úr
garði, að það skili sem beztum árangri.
Kennaralaun.
Eins og fyrr var að vikið, eru skólamál mikið rædd
meðal fólks og í dagblöðum borgarinnar. M. a. er oft rætt
um hinn gífurlega kostnað skólamálanna, sem eru meðal
hæstu opinberra útgjaldaliða. Meðan ég var í Wichita,
voru launamál kennara í barna- og framhaldsskólum mjög
á dagskrá, þar eð kennarasamtökin höfðu farið fram á
launahækkun. Formaður launamálanefndar kennarasam-
taka borgarinnar komst svo að orði, að opinberu skólarn-
ir hafi gert Bandaríkin einstök í sinni röð og þau séu af
því öfunduð af öllum heimi. Það væri erfitt að benda á
aðra f járfestingu, sagði hann, sem hefur greitt eða muni
greiða hærri arð en þá, sem lögð hefur verið í menntun
þjóðarinnar. Þá taldi hann sig sem þjóðfélagsborgara vera
reiðubúinn til að greiða örlítið hærri skatta til að standa
straum af betri menntun æskunnar vegna hæfari kennara,
en kvaðst ekki vilja taka á sig þá ábyrgð að færast und-
an slíkri greiðslu og valda með því hættu á, að börnum í
Wichita yrði í framtíðinni kennt af kennurum, sem tekið
hefðu að sér kennslu þar fyrir lægri laun en annars stað-
ar, vegna þess að þeir þóttu ekki nógu góðir, þar sem