Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 77
MENNTAMÁL
291
til að fylgjast með kennslunni í næstu deild, gat án nokk-
urra óþæginda flutzt þangað. í móðurmáls- eða reiknings-
tímunum fylgdist hann þá með kennslunni í sinni gömlu
deild, þangað til hann var fær um að fylgja félögum sín-
um í þeirri nýju. Að sitja eftir var því óþekkt fyrirbæri.
Kæmi það fyrir, að nemandi væri sérstaklega vel að sér í
móðurmáli eða reikningi, gat hann fengið að vinna með
þeim, sem komnir voru lengra áleiðis. Hér hafði því vanda-
málið „að hugsa vel um þá gáfuðu,“ verið leyst þannig að
una mátti vel við það frá sálfræðilegu, uppeldislegu og
félagslegu sjónarmiði.
Mörg önnur vandamál hafði prófessor Petersen einnig
leyst á svo farsælan hátt, að það er vissulega full ástæða
til að minnast tilraunaskóla hans, þegar verið er að end-
urskipuleggja sænska barnaskóla.
Nægilegt rými í skólastofunni gerir starfið auðveldara,
því að þá verða minni árekstrar milli nemenda. Venjulega
er í’ýmið lítið og er miðað við nemendur, sem sífellt sitja
kyrrir (bekkjarkennsla). Æskilegast hefði verið að minnka
nemendatölu deildanna. Ef nemendurnir vinna allir að
sömu verkefnum og hafa yfirleitt sama vinnuhraða, getur
kennarinn „kennt“ mun fleiri nemendum en ef hann þarf
að fylgjast með störfum hvers og eins og veita einstak-
lingslega hjálp. Ef börnin eiga að fá einstaklingslega að-
stoð að einhverju marki, verður hver deild að hafa tiltölu-
lega fáa nemendur, — 20 — 30 mundi vera hæfilegt. Það
væri ósanngjarnt að krefjast einstaklingslegrar kennslu
við óhentugar og erfiðar starfsaðstæður. Fámennari deild-
ir hafa í för með sér aukin útgjöld vegna kennslumálanna.
En uppeldi og kennsla barna eru einhver allra mikilvæg-
ustu viðfangsefni þjóðfélagsins. Þess vegna getur ekki
verið neitt vafamál í sambandi við kostnaðinn, ef árang-
urinn verður örugglega meiri. Samanburður við bekkjar-
kennslu, sem beita verður að meira eða minna leyti, þegar
bekkirnir verða allt of stórir, — og það þroskagildi, sem