Menntamál - 01.12.1962, Page 77

Menntamál - 01.12.1962, Page 77
MENNTAMÁL 291 til að fylgjast með kennslunni í næstu deild, gat án nokk- urra óþæginda flutzt þangað. í móðurmáls- eða reiknings- tímunum fylgdist hann þá með kennslunni í sinni gömlu deild, þangað til hann var fær um að fylgja félögum sín- um í þeirri nýju. Að sitja eftir var því óþekkt fyrirbæri. Kæmi það fyrir, að nemandi væri sérstaklega vel að sér í móðurmáli eða reikningi, gat hann fengið að vinna með þeim, sem komnir voru lengra áleiðis. Hér hafði því vanda- málið „að hugsa vel um þá gáfuðu,“ verið leyst þannig að una mátti vel við það frá sálfræðilegu, uppeldislegu og félagslegu sjónarmiði. Mörg önnur vandamál hafði prófessor Petersen einnig leyst á svo farsælan hátt, að það er vissulega full ástæða til að minnast tilraunaskóla hans, þegar verið er að end- urskipuleggja sænska barnaskóla. Nægilegt rými í skólastofunni gerir starfið auðveldara, því að þá verða minni árekstrar milli nemenda. Venjulega er í’ýmið lítið og er miðað við nemendur, sem sífellt sitja kyrrir (bekkjarkennsla). Æskilegast hefði verið að minnka nemendatölu deildanna. Ef nemendurnir vinna allir að sömu verkefnum og hafa yfirleitt sama vinnuhraða, getur kennarinn „kennt“ mun fleiri nemendum en ef hann þarf að fylgjast með störfum hvers og eins og veita einstak- lingslega hjálp. Ef börnin eiga að fá einstaklingslega að- stoð að einhverju marki, verður hver deild að hafa tiltölu- lega fáa nemendur, — 20 — 30 mundi vera hæfilegt. Það væri ósanngjarnt að krefjast einstaklingslegrar kennslu við óhentugar og erfiðar starfsaðstæður. Fámennari deild- ir hafa í för með sér aukin útgjöld vegna kennslumálanna. En uppeldi og kennsla barna eru einhver allra mikilvæg- ustu viðfangsefni þjóðfélagsins. Þess vegna getur ekki verið neitt vafamál í sambandi við kostnaðinn, ef árang- urinn verður örugglega meiri. Samanburður við bekkjar- kennslu, sem beita verður að meira eða minna leyti, þegar bekkirnir verða allt of stórir, — og það þroskagildi, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.