Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 6
HILMAR STEFÁNSSON BANKASTJÓRI V Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu -jr -if m nokkuð langt árabil hafa tvær peningastofn- anir blómgazt hérlendis, án nokkurra þeirra II J áfalla, sem kreppur og vanstjórn óheppilegra '—'' leiðtoga valda í lánsstofnunum. Þeir bankar, sem hér er vikið að, eru Landsbankinn og Búnaðar- bankinn. Og upphaf giftu beggja er tengt við árið 1917. Það var merkilegur tími í sögu íslenzkra bankamála. Þá var að myndast ný flokkaskipan um þjóðmálin. Verkamenn og bændur mynduðu áður óþekkt starfs- bönd til að neyta orku sinnar í lífsbaráttunni. Þá mynd- aðist heildsala kaupfélaganna undir stjórn Hallgríms Kristinssonar, og kaupfélög risu frá grunni í þremur fjórðungum landsins. Árið eftir fékk íslenzka þjóðin viðurkennt á lögformlegan hátt, að hún stæði í ríkja- sambandi við Danmörku. Bæði ríkin væru frjáls og fullvalda. Á þessu merkilega ári varð Magnús Sigurðsson, lög- maður í Reykjavík, aðalhúsbóndi í gamla Landsbank- anum. Sú stofnun hafði urn langa stund verið líkt sett eins og fögur ungmey í öskustó hjá hlutdrægri stjúpu. Forystumenn landsins höfðu gert útlent hlutafélag að þjóðbanka íslendinga og fengið honum í hendur seðla- útgáfuréttinn. Því meir sem áhrifamenn í landinu hlúðu að útlenda bankanum, því minni gerðu þeir veg Lands- bankans. Magnús Sigurðsson og samherjar hans ásettu sér að rétta hlut Landsbankans, og undir framsýnni og viturlegri forystu hans varð vanrækta lánsstofnunin að þjóðbanka. En það gerðist, eins og fyrr segir, annar atburður í bankamálum íslendinga 1917. Þá um vorið bættist gæf- lyndur og farsæll prestssonur úr Húnaþingi í starfslið Landsbankans. Það var Hilmar Stefánsson frá Auðkúlu í Svínadal. Hann var kominn af ráðsettu bænda- og prestakyni. Faðir han$, Stefán Magnús Jónsson, var lengi prestur og stórbóndi í Húnaþingi. Móðir Hilmars var Þorbjörg, dóttir Halldórs stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Voru foreldrar hans systkinabörn. Tveir af bræðrum Hilmars voru þjóðkunnir prestar, sr. Eiríkur á Torfastöðum og sr. Björn á Auðkúlu. Hilmar var yngstur þessara bræðra, fæddur á Auð- kúlu 10. maí 1891. Hann óx upp á fjölmennu rausnar- heimili. Á Auðkúlu var margt og glaðvært heimilisfólk, örugg bústjórn, mikill gestagangur og mikill kostur góðra bóka og hesta. Hilmar naut glaðra æskudaga, vann að búskaparstörfum og bóknámi undir handleiðslu föð- ur síns. Hann stundaði síðan nám í Akureyrarskóla, en hvarf eftir það að bankastarfi í Reykjavík. — Hilmar kom þangað á heillastund, þegar nýtt líf var að vakna í landinu, mitt á milli tveggja heimsstyrjalda. Landsbankinn varð undir forystu Magnúsar Sigurðs- sonar vaxandi stofnun. Hilmar gegndi þar breytilegum störfum. Hann byrjaði sem nýliði í afgreiðslusal en fékk síðan hvert verkefnið öðru erfiðara, yfirstjórn sjálf- stæðra sjóða, bókhald og gjaldkerastarf. Árið 1930 stofnsetti Landsbankinn útibú um stundar- sakir í Vestmannaeyjum, meðan íslandsbanki var í sár- um, og stýrði Hilmar því. Litlu síðar mátti hann velja um að verða aðalféhirðir þjóðbankans í Reykjavík eða útibússtjóri á Selfossi. Hilmar var fastmótaður sveita- maður og valdi Selfoss. Hann stýrði útibúi Landsbank- ans þár í nokkur ár við vaxandi gengi bankans og sí- aukið traust fólksins í byggðunum austanfjalls. Hilmar Stefánsson átti annað erindi austur yfir fjall en að handleika peninga. Hann festi þar ráð sitt árið 1924. Frú hans heitir Margrét, dóttir Jóns kaupmanns Aðólfssonar á Stokkseyri. Margrét er nafnkennd fríð- leikskona og hallaðist, eftir því sém ástæður leyfðu kaupstaðarkonu, að fegrun landsins með ræktun. Eftir að þau hjón eignuðust hús í Reykjavík, voru frú Mar- Til hægri: Hilmar Stefánsson og frú Margrét Jónsdóttir koma inn úr garðshliðmu rneð barnabörn sin. 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.