Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 10
Eftir Gísla Guðmundsson \ f rúmlega 6000 bænd- /\ um á Islandi eru það / að jafnaði rúmlega 4000, eða tveir af hverjum þrem, sem árlega stækka tún sín, ræsa fram votlendi, leggja girðingar um túnstæði, byggja hlöður fyrir þurrhey, vothey og garð- ávexti og geymslur fyrir hús- dýraáburð. Margir eru með fleira en eitt af þessu í takinu í senn. Hér er um að ræða þær framkvæmdir í landbún- aði, sem ríkisframlags njóta samkvæmt jarðræktarlögum. En fleira kemur til. I sveitum landsins er nú árlega byggt a. m. k. hátt á annað hundrað íbúðarhúsa. Er þar um að ræða íbúðarhús á nýbýlum og endurbyggingu gömlu bæjanna, sem nú eru óðum að víkja fyrir vandaðri og varanlegri íbúðum, oftast úr steinsteypu. Þá er nú svo að segja í hverri sveit eitthvað byggt af peningshúsum ár- lega úr varanlegu efni, yfir- leitt sambyggð fóður- og á- burðargeymslum, enda skipt- ir það miklu við hin daglegu störf, að svo sé. Á þessu ári hafa nálega 50 vélknúnar skurðgröfur unnið að framræslu mýra um land allt. Að landbroti í móum og á hinu framræsta mýrlendi unnu samtímis 260 stórvirkar beltisdráttarvélar með jarð- ýtum, þungum herfum og plógum, sem vélar einar geta dregið. Þessar vélar eru flest- ar eign ríkisins (skurðgröfur) BÚNAÐARBANKI 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.