Heima er bezt - 01.01.1957, Síða 11

Heima er bezt - 01.01.1957, Síða 11
og ræktunarsambandanna (beltisdráttarvélar og verk- færi þau, er þeim fylgja). Auk þess á meira en helming- ur bænda minni heimilisdráttarvélar, er hjálpa til að full- vinna landið, jafnframt því, sem þær eru notaðar við heyskap og fleiri heimilisstörf, þar sem þörf er mikillar orku. Bændur landsins og fjölskyldur þeirra og annað starfsfólk leggja ár hvert á sig mikið erfiði, einkum vor og haust, hver á sínu býli, við hina miklu upp- byggingu í sveitunum. Vinnuframlög sveitafólksins, sem það ver til þess að breyta ásýnd landsins og treysta grundvöll framtíðarinnar, verða tæpast metin til verðs, en nema áreiðanlega tugum milljóna á ári. íslenzkir bændur á 20. öld breyta ekki eftir ráðum þess, sem sagði: „Hvíldu þig, hvíld er góð.“ Fjöldi þeirra lifir fyrir landnámshugsjón hins nýja tíma, og sparar við sig hvíld og þægindi til þess, að sú hugsjón megi ræt- ast. Og mörgum bóndanum er það ekki nóg að sjá þessa hugsjón í framkvæmd á sinni eigin jörð. Honum er ekki rótt nema nágrannarnir séu samferða og helzt öll sveitin. Fagur vottur félagshyggju, sem samvinnu- stefnan hefur þroskað í sveitunum. En vinna sveita- fólksins nægir elcki til alls þess, er með þarf. Það þarf að kaupa efni til bygginga og aðstoð við þær, einkum kunnáttumanna. Það þarf líka að greiða vélunum kaup við að breyta landinu, og mönnunum, sem vélunum stjórna. Og það þarf að borga eldsneytið, sem fram- leiðir vélaorkuna o. s. frv. Hér kemur til sögunnar jarð- ræktarframlag ríkisins, sem er mikill stuðningur, eink- um við framræsluna. En það nægir þó engan veginn til þess að sjá fyrir því fjármagni, sem koma þarf til viðbótar vinnu heimamanna, enda er það ekki greitt út á sumar dýrustu framkvæmdir, t. d. íbúðarhúsin og peningshúsin. Þá er leitað til Búnaðarbankans, einkum þeirra deilda hans, sem veita stofnlán til landbúnaðar- framkvæmda, Byggingarsjóðs og Ræktunarsjóðs ís- lands. An Búnaðarbankans hefði hin almenna uppbygg- ing sveitanna síðustu þrjá áratugina ekki verið fram- kvæmanleg. Stofnun Búnaðarbanka íslands var ákveðin með lög- um nr. 64, 27. júní 1929. Frumvarp til þessara Iaga var lagt fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvarp (þskj. 14) á því ári öndverðu, og flutti þáverandi forsætis- og land- búnaðarráðherra, Tryggvi Þórhallsson, framsöguræðu ISLANDS Að ofan: Haukur Þor- leifsson, aðalbókari. 1 miðju: Svavar Jó- hannsson, flt. i sparisj. Að neðan: Sig.urður Þórðarson, flt. i bókh. Heima er bezt 9

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.