Heima er bezt - 01.01.1957, Side 29

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 29
Mér féllust hendur. Ég starði á nafnið. Og gamla, mjúka, rímgallaða erindið, sem fleygt hafði verið í ruslakistuna fyrir löngu, kom leiftrandi í hugann, eins og nýsleginn túskildingur, og ég kornst ekki hjá því, að marg, marg endurtaka það: Yndið fína upp vekur, ama — dvína — stund lætur, mána — Rínar — mörk fögur, mín Albína Svanfríður. Endurtók það ótrúlega oft eins og hálfviti. Svo hún hafði þá verið til. Hún var ekki tilbúningur — í þeirri merkingu, er kerlingin gaf í skyn---- (Söguþ. Landpósta.) Lítil kinda eignin er, um það mynda ég bögur. • Tvö þó lynda læt ég mér lömbin yndis-fögur. Vísu þessa lærði ég ungur, en ekki heyrði ég þess getið þá, hver höfundur væri. I sagnakveri Snæbjarnar Jónssonar er þess getið, að Símon Dalaskáld hafi verið dýravinur og muni hann hafa gert vísu þessa á æskuárum sínum. Sveinn Gunnarsson frá Mælifellsá segir frá því í Veraldarsögu sinni, er hann fór eitt sinn í bóksöluferð til ísafjarðar, að íshroði var á Skutulsfirði, og var því mjög tafsamt fyrir bátinn að komast áfram. En þegar komið var til Arngerðareyrar og Sveinn steig þar á land, kvað hann þessa vísu, sem lærðist fljótt og hefur lifað til skamms tíma í Dölum vestur: Skært og fagurt skín mér sól, skemmtidagur yrði, mætti ég slaga hól af hól heima í Skagafirði. Ketil velgja konurnar, Kaffið svelgja forhertar; ófriðlegar alstaðar, af því félga skuldirnar. Þessi vísa mun gömul vera og löngu landfleyg. Yms- um hefur hún eignuð verið, og skal þess getið hér að nokkru. Sumir hafa eignað hana Jóni á Víðimýri. Og aðrir Hans Natanssyni. Björn Bjarnarson skrifaði grein í Óðin 1916, þar sem hann getur um vísuna. Hann segist hafa lært hana af Guðmundi Gottskálkssyni, hnappdælskum að ætt. Var hann vísnasjóður mikill og sí-kveðandi. Og eign- aði hann snæfellsku skáldi visuna. En í Óðni, 11. hefti, sem kom út eftir áramót 1917, er lítil „Athugasemd“ frá manni í Ameríku, sem ritar sig E. S. Guðmunds- son. Og telur hann sig vita hið sanna um uppruna kaffivísunnar. Ég tek því hér upp orðréttan kafla úr grein hans. Og segist honum svo frá: Þessi vísa er ort fyrir 50 árum, eða nálægt því, af tveimur konum vestur undir Snæfellsjökli, í sjóplássi því, sem Sandur er kallaður. Var þá tíð sjósókn mikil á Sandi og komu menn víða að til róðra, og það jafn- vel norðan af landi. Konur þær, er vísuna ortu, hétu LTrsalaey Gísladóttir, ættuð úr Miðdölum í Dalasýslu, og Sigurdríf Guðbrandsdóttir, Narfasonar, ættuð úr Laxárdal í Dalasýslu. Var Sigurdríf systir Guðbrands Guðbrandssonar, er um eitt skeið var kaupmaður í Grundarfirði, en síðar gerðist myndasmiður, og mun hafa dáið í Reykjavík. Er Sigurdríf var um tvítugt, mun hún hafa flutt vestur á „Sandinn“, — sem svo var kallað — og var Úrsalaey þar þá fyrir. Gerðust þær brátt vinkonur miklar, enda voru báðar glaðlyndar og hagorðar, svo oft fauk í kveðlingum hjá þeim. Svo þótti báðum kaffisopinn góður, og sem nærri má geta, fundust þær vart svo, að ketillinn væri ekki settur á hlóðir. Vildi þá svo til, að maður LTrsalaeyjar kom inn í eldhús til þeirra einu sinni, þegar Sigurdríf hafði komið að heimsækja vinkonu sína, og var ketill- inn á hlóðunum. Manninum fannst fátt um, þegar hann sá Surt á hlóðum, og hélt hann þá langa ræðu og snjalla yfir konu sinni og um kaffieyðslu hennar, og kvað hana steypa sér í óbotnandi skuldir með hátta- lagi sínu. Er hann var farinn, varð LTrsalaey að orði: Ketil velgja konurnar, kaffið svelgja forhertar. Þá bætti Sigurdríf við samstundis: Ófriðhelgar alstaðar, af því félga skuldirnar. — Sá er þetta skrifar, þekkti Sigurdrífu vel. Var hún mesta myndarkona og áreiðanleg til orða og verka. Lofaði hún mér að skrifa upp töluvert af mjög vel ortum vísum eftir sig, og þá sagði hún mér frá til- drögum vísu þeirrar, sem skráð er hér að framan.“ Ég vil geta þess að lokum, í sambandi við vísu þá, er hér um ræðir, að þegar ég var að alast upp í Laxár- dal í Dalasvslu, minnist ég þess, þó óglöggt, að ég heyrði talað um konur þessar, því mér þóttu nöfnin einkennileg, og var það í sambandi við kaffivísu þessa. (Að mestu stuðzt við grein Margeirs Jónssonar, Blanda, 1933.) Sumri hallar, hausta fer, heyri snjallir ýtar, hafa fjallahnúkamir húfur mjallahvítar. Oft heyrðist þessi vísa kveðin hér áður fyrr í leit- um og réttum Laxdælinga. Ekkert heyrðist þá um höfund hennar, en Snæbjörn Jónsson telur hana í skáldatali sínu vera eftir Soffíu Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.