Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 38
settist. — Hún leit á nýju stúlkuna með velþóknun og hvíslaði í einlægni: „Okkur líkar öllum vel við þig.“ „Jæja,“ svaraði Maud þurrlega. — Svo þagði hún al- veg. — Hún hafði lyft upp borðplötunni* og í kjöltu sér hafði hún opna nýútkomna skáldsögu, sem hét: ^Undir ókunnum fána“, og !as í mestu rólegheitum. — Allar stúlkurnar, sem sáu þetta, urðu alveg undrandi. Hvílíkt hugrekki! — Að þora að lesa skáldsögu í kennslustund fyrsta daginn í skólanum og sitja í ann- arri röð. — Hjartað tók harðan kipp í brjóstinu á Jenn- ýju. — Jóhanna sá þetta úr sæti sínu. „Hún er ennþá verri en Jenný,“ hugsaði hún. — „Þær tvær eiga víst vel saman. — Engilbarnið! hún Jóhanna, yrði víst ekki hátt metin í þeim félagsskap. — Að lesa skemmtisögu í kennslustund. — Var það ekki að svíkja skyldur sínar við skólann og kennarana? Að svíkja var bæði ljótt og ósvífið.“ „Ertu sofnuð, Jóhanna?“ kallaði kennslukonan. — Þú lítur út eins og þú hafir gleymt tilverunni. — Viltu koma hérna upp að kortinu. — Þá getur skeð að þú vaknir.“ „Engilbarnið“ stóð upp undrandi. Andlitið var eld- rautt af blygðun. — Jóhanna hálf slagaði fram gólfið. Framhald. Búnaðarbanki íslands Framhald af bls. 17. ---------------------------- Árið 1937 var bankastjórunum fækkað með lögum, og hefur Hilmar Stefánsson verið einn bankastjóri síðan. Gæzlustjóri var við bankann um tíma Bjarni Bjarnason, þáv. alþm. Þriggja manna bankaráð var stofnað með lög- um síðar, og er því ætlað að ráða bankastjórann. Ey- steinn Jónsson, fjármálaráðherra, var formaður þess um hríð, en núverandi bankaráðsformaður er Hermann Jónasson, núv. forsætis- og landbúnaðarráðherra, og hefur hann verið það lengst af. Haustið 1937 tók bankinn á leigu húseignina Austur- stræti 9 og fluttist þangað síðar á árinu. Var bankinn að ýmsu leyti mun betur settur þarna í miðbænum, enda tók þá sparisjóðsdeildin að eflast, og hefur starf- semi hennar síðan vaxið mjög. í Austurstræti 9 var bankinn til húsa í 11 ár. Á stríðsárunum réðst stjórn bankans í að kaupa lóð- irnar Austurstræti 5 og Hafnarstræti 6, sem eru sam- hliða götur, og hóf byggingu bankahúss á þessum lóð- um sumarið 1945. Bygging hússins stóð yfir í rúm 3 ár. Fluttist bankinn í það 4. sept. 1948 og hefur verið þar síðan. Búnaðarbankahúsið er nýjasta stórhýsið við Austur- stræti og hið eina með nýtízku sniði. Uppdráttur að *Borðplatan var oft á hjörum. — Þýð. húsinu var gerður af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt. Er mjög til þess vandað, og salarkynni öll hin vistleg- ustu. Það er 427 metrar2 að flatarmáli, sex hæðir og kjallari, en efstu hæðir nokkuð „inndregnar“. Eru inn- gangar í það bæði frá Austurstræti og Hafnarstræti, aðalinngangur þó frá Austurstræti. Þar er gengið inn í afgreiðslusal bankans. En nokkur hluti hans er án yfir- byggingar — með gluggum á þaki — og verður þar skarð í efri hæðir hússins og gluggar því fleiri. Af- greiðslusalur er bjartur og aðalveggir skreyttir mynd- um úr íslenzkum landbúnaði. Tvær lyftur eru í hús- inu, önnur við Austurstræti, hin við Hafnarstræti. Út- sýn er fögur af efstu hæðunum yfir miðbæinn. í kjall- ara eru geymsluhólf, sem leigð eru viðskiptamönnum, geymslur bankans, kaffistofa starfsfólks o. fl. Bankinn á þarna mikla eign og góða, sem varð honum ódýr, miðað við núverandi gildi peninga. Með því að bank- inn hefur ekki þurft á öllu húsinu að halda til afnota fyrir sjálfan sig, hafa ýmsir aðilar fengið þar húsnæði á leigu. Má þar auk landnámsstjórnar og teiknistofu nefna: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Stéttarsamband bænda og Sauðfjárveikivarnir. En ýmsir aðrir hafa ver- ið þar til húsa með starfrækslu sína, opinberar stofn- anir og fleiri. Af helztu núverandi starfsmönnum Búnaðarbankans í Reykjavík (um 60 að tölu) skulu auk bankastjórans, Hilmars Stefánssonar, þessir nefndir: Haukur Þorleifsson, aðalbókari bankans. Sigurður Þórðarson, fulltrúi aðalbókara. Hann er sér- staklega kunnur þeim, sem lán taka til landbúnaðar- framkvæmda, því að lántökuskjöl öll fara um hans hendur. Þórhallur Tryggvason, skrifstofustjóri bankans. Sveinn Þórðarson, aðalféhirðir. Svavar Jóhannesson, fulltrúi í sparisjóði. Finnbogi Sigurðsson, fulltrúi í afgreiðslu stofnlána. Tryggvi Pétursson, fulltrúi í afgreiðslu víxla. Jón Sigurðsson, fulltrúi í hlaupareikningsafgreiðslu. Bjarni Jónsson, yfirmaður endurskoðunardeildar. Hannes Pálsson, forstöðumaður útibús í austur- bænum. í bankaráði ásamt Hermanni Jónassyni eru nú Sig- urjón Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Endurskoðendur bankans eru nú Guðmundur Trygg- vason og Steinþór Gestsson. Ekki hlýðir að ljúka þessari frásögn án þess að minn- ast á vinnu- og viðtalsherbergi Hilmars bankastjóra á 2. hæð bankahússins. Þar er fyrir framan, nær inngangi, stór og vistleg biðstofa, og er þar að jafnaði mann- margt kl. 10—12 árdegis, og stundum lengur, því að fundi bankastjórans ná yfirleitt allir, fyrr eða síðar. Oft mun hann verða að synja um það, sem um er beðið, og er það að sjálfsögðu nokkur áreynsla fyrir mann, sem gjarnan vill leysa annarra vanda. I biðstof- unni ræður Haraldur Guðmundsson frá Háeyri ríkj- um, maður viðtalsgóður, en spáir engu um erindislok. Gestabókin hans stækkar óðum og mun taka ærið rúm í Þjóðskjalasafninu, ef hún kemst þangað. 36 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.