Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 2
Altarisbríkin mikla —
Hús Mattkíasar
Rétt fyrir síðustu áramót flutti þjóðminjavörður, dr.
Kristján Eldjárn, athyglisvert útvarpserindi um „altaris-
bríkina miklu“ í Skálholti. Lýsti hann því, hvernig þessi
mikli kjörgripur, — einn hinn bezti, sem verið hefur í
íslenzkri kirkju, — grotnaði niður og ónýttist fyrir tóm-
læti og hirðuleysi.
Mörgum mun hafa hitnað í hamsi undir þessari ræðu,
og vafalítið hafa þeir sömu hneykslazt á þeim mönnum,
sem segja má að bæru ábyrgð á, hvernig fór. En ég vona,
að þeir hafi líka veitt athvgli hinum hófsamlegu orðum
þjóðminjavarðar, að vér skyldum ekki kasta að þeim
steini, en gæta þess, að oss nútímamenn hendi ekki sams
konar slysni.
Ekki skal það dregið í efa, að „bríkin mikla“ væri
ágætur gripur. Auk þess að vera listasmíð var hún vitnis-
burður unj það, með hvílíkum stórhug og alúð hinir
kaþólsku kirkjuhöfðingjar prýddu kirkjur sínar. Og
vafalítið hefur myndaskraut hennar vakið aðdáun, lotn-
ingy og hrifningu fjölda kynslóða í fornum og nýjum
sið, þar sem svo fátt var um listaverk og lítið af fegurð
í húsbúnaði manna. En allt um það var hún gestur í ís-
lenzkri menningu. Þar hafði hvorki íslenzk hönd né
hugur að unnið.
En þjóð vor á marga gripi og minjar, sem eru, ef svo
mætti að orði kveða, hold af hennar holdi. Og vér hljót-
um að játa með kinnroða, að þeim hefur oft verið sýnt
tómlæti og hirðuleysi, sem ekki er afsökunarverðara en
meðferðin á „bríkinni miklu“, sem þó hlýtur að vekja
gremju vora.
Á Akureyri stendur dálítið timburhús í hvammi í
brekkubrúninni yfir miðbænum. Hússtæðið er eitt hið
fegursta í bænum. Þaðan er víðsýnt og þar gefur nær-
sýn yfir eitt mesta athafnasvæði bæjarins, en þó er húsið
utan og ofan við ys og þys götunnar og hins daglega
lífs. Staðurinn sameinar nána snertingu við hina daglegu
önn og friðsæld og kyrrð til íhugunar og andlegra starfa.
Annars er húsið að ytri sýn ekkert frábrugðið þeim
timburhúsum, sem reist voru til íbúðar um aldamótin
síðustu, og vitanlega hefur það einnig hlotið að þola
tönn tímans. Engu að síður er hús þetta einn af kjör-
gripum þjóðarinnar. Sigurhæðir, sem síra Matthías
Jochumsson, höfuðskáld íslendinga fyrr og síðar, lét
reisa sér og bjó í síðustu sautján ár ævinnar. Þaðan
skyggndist hann í andanum um víða veröld, þaðan
sendi hann þjóð sinni ótal dýrgripi ljóða sinna, fræddi
hana og áminnti. Og í huga alþjóðar var nafn hans tengt
við heimilið að Sigurhæðum.
Hvarvetna í menningarlöndum hafa menn leitazt við
að geyma sem bezt allar áþreifanlegar minjar um þjóð-
skörunga sína í heimi anda og athafna. Má þar nefna
meðal nágranna vorra hús Runebergs í Borgá í Finn-
landi, Marbacka Selmu Lagerlöf í Svíþjóð og hús H. C.
Andersens í Odense í Danmörku. Það færir kynslóð-
irnar ósjálfrátt nær þessum andans stórmennum, að
geta gengið um sömu stofurnar, notið sama útsýnis og
haft sömu muni fyrir augum. Engum blandast hugur
um menningargildi slíkrar geymdar, og hvernig hún
tengir fortíð við framtíð. En hvað hefur gerzt hjá oss?
Sigurhæðir Matthíasar hafa gengið kaupum og söl-
um, og fyrst nú á síðastliðnu ári hefur verið gerð tilraun
til að vernda húsið. Jafnframt er ætlunin að safna þar til
geymslu því, sem auðið er af húsbúnaði skáldsins, bók-
um, handritum, myndum og öðru því, sem verða má til
minningar um hann. Þannig yrðu þá Sigurhæðir í fram-
tíðinni minjasafn og minning um þjóðskáldið. Stofnað
var félag áhugamanna, Matthíasarfélagið, á Akureyri
síðastliðið vor, til að annast framkvæmdir og fjársöfn-
un. Akureyrarbær hefur þegar lagt fram myndarlegan
fjárstyrk í þessu skyni. En betur má, ef duga skal.
Nú um áramótin hafa verið fest kaup á húsinu, og
tryggð eru loforð um nokkuð af húsmunum skáldsins,
og víst er, að unnt er að búa stofur hans mjög líkar því,
sem þær voru, er hann bjó þar. En að framkvæmdir
geti haldið áfram er bundið því, að nægur áhugi sé fvrir
hendi um fjárframlög.
í Matthíasarfélaginu eru nú rúmlega 120 manns, lang-
flestir á Akureyri og í Reykjavík. Árstillag er 100 kr„
og eru það einu föstu tekjur félagsins. Ef unnt er að
auka félagatöluna, helzt upp í 1000, þá væri málið full-
komlega tryggt.
Vér söknum „bríkurinnar miklu“ frá Skálholti og
hörmum örlög hennar. En hversu miklu hörmulegra
væri þó, ef tækifærið til að vernda Sigurhæðir Matthías-
ar og koma upp minjasafni um hann, væri látið ganga
oss úr greipum. Og hræddur er ég um, að dómar fram-
42 Heima er bezt