Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 34
BARNAGETRAUN (ÞRIÐJI HLUTI - FEBRÚAR 1959)
NOTIÐ ÞETTA TÆKIFÆRI
TIL AÐ VINNA AFBRAGÐS ÚTBÚNAÐ í
ÚTILEGUFERÐIR
Og nú er komið að þriðja og síðasta þætti í hinni
skemmtilegu bamagetraun „Heima er bezt“, með
góðu verðlaununum íjórum. Og verðlaunin em,
eins og við höfum áður skýrt ykkur frá, tjald,
svefnpoki, bakpoki og kuldaúlpa, að samanlögðu
verðmæti kr. 1810.00.
Þetta em f jórir hlutir, sem við emm vissir um
að muni verða ykkur til mikillar ánægju og sem
þið getið verið stolt af að eignast, því að þetta
em sérlega vandaðir og eigulegir munir, frarn-
leiddir af Belgjagerðinni og Skjól-
fatagerðinni í Reykjavík, sem er í sjálfu
sér trygging fyrir því, að þetta em vandaðir
munir.
Þá er að útskýra fyrir ykkur, hvemig þið
eigið að senda ráðningar á þrautinni til blaðs-
ins. Allir piltar og stúlkur, 16 ára og yngri,
geta tekið þátt í bamagetrauninni. Ráðningar
á öllum þremur þáttum getraunarinnar eigið
þið að skrifa á blað ásamt nafni ykkar, aldri
og heimilisfangi. Síðan setjið þið blaðið í um-
slag, sem þið auðkennið með orðinu BARNA-
GETRAUN og sendið það til „Heima er bezt“,
pósthólf 45, Akureyri.
En munið, að ráðningamar verða að hafa
borizt blaðinu í síðasta lagi 15. apríl, því að þá
geta þeir krakkar, sem verða svo heppnir að
hreppa verðlaunin, skoðað þau sem nokkurs
konar sumargjöf um leið. — Ef margar réttar
ráðningar berast, verður dregið um sigurvegar-
Nú hafa allir fastir og skuldlausir áskrifendur „Heima er bezt“ fengið senda fyrstu Áma-bókina eftir Ármann
Kr. Einarsson, FALINN FJÁRSJÓÐUR, ókeypis. Þess vegna ættuð þið ekki að vera í miklum vandræðum
með að leysa úr síðustu spumingunni í þessari getraun. En þið eigið auðvitað að svara spumingunum
sjálf og ekki láta aðra hjálpa ykkur með þær. Það er ekkert gaman. — Síðasta spumingin er þá þessi:
Hvers son var Arni, söguhetjan i Arna-bókunum?