Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 5
Metúsalem er kominn af góðum ættum, sonur Jóns Andréssonar Kjerúlfs, bónda á Melum. Andrés var sonur Jörgens Kjerúlfs, læknis á Brekku í Fljótsdal, en hann var af dönskum og norskum ættum. Kona Andrés- ar var Anna Jónsdóttir, Þorsteinssonar á Melum og móðir Metúsalems var Aðalbjörg Metúsalemsdóttir, bónda „sterka“ í Möðrudal. Er þar um góða og trausta ætt að ræða, og eru ættir þær, er að Metúsalem standa, þekktar að andlegu og líkamlegu atgjörvi. Báðir voru þeir Melafeðgar, Andrés og Jón, í röð fremstu bænda í Fljótsdal, dugnaðarmenn, greindir og gjörhugulir, sem margir leituðu ráða til, og urðu því oft að vera forsjá margra manna, höfðu og meiri þekk- ingu en aðrir bændur yfirleitt á þeim tíma, enda bóka- menn miklir og fróðleiksfúsir og höfðu sérstaklega góða hæfileika til að færa sér allt í nyt, sem skráð var um nýjungar í búfræði, hagfræði og heimspeki, og voru því sjálfkj örnir til að vera þátttakendur í sveitarstjórn- armálum og öðrum félagsmálum, sem í þá daga voru að vísu ekki eins margbrotin og margvísleg og nú á sér stað. Aðalbjörg á Melum var tápkona, greind, stjórnsöm og búkona hin mesta. Setti hún mikinn svip risnu og höfðingsskapar á heimilið og var manni sínum mjög samhent um velferð þess og sæmd. Metúsalem er því alinn upp í þeim bezta skóla, sem heimili þeirra tíma gat í té látið, enda ber hann það með sér að hafa numið og erft þá beztu kosti, sem lífið út- heimtir til að vera góður bóndi, heimilisfaðir og sveit- arstoð. Metúsalem er laglegur og myndarlegur maður, mjög vel vaxinn, fullur meðalmaður á hæð, þrekinn og vel Guðrún og Metúsalem á Hrafnkelsstöðum. Myndin var tekin á gullbrúðkaupsafmœli þeirra 25. júni 1954. Heimilisfólkið á Hrafnkelsstöðum. limaður, beinn og vasklegur á velli og í hreyfingum, djarfmannlegur í allri framkomu og drengilegur, og enginn mun draga það í efa, sem manninn sér, að hann sé af ófeysknum, austfirzkum stofni. Metúsalem, sem nú hefur hætt búskap eftir 53 ára gott starf, getur litið til baka yfir starfsferil sinn með gleði og ánægju, því öll hans búskaparár miðaði starfi hans áfram með nýjum sigrum og bættri aðstöðu ár fra ari. Búið stækkaði, jörðin batnaði og upp óx fríður og myndarlegur barnahópur. Allt hans erfiði veitti honum ánægju og var sveit hans og landinu í heild til styrktar, því að bóndi er bústólpi og bú er landstólpi. Hann hefur því í orðsins fyllstu merkingu gert skyldu sína og skilað hinum mesta og bezta arfi, sem maður í hans stöðu getur eftir skilið, öldum og óbornum til gagns og blessunar. Skilsemi og reglusemi í viðskiptum hefur verið sterk- ur þáttur í fari hans. Hann hefur aldrei mátt til þess hugsa, að skulda nokkrum manni og verið sanngjarn og réttsýnn svo sem bezt má verða. Metúsalem hefur ekki komizt hjá því, að veikindi hafi sótt heim hans mannmarga heimili. Um eitt skeið voru þrjú börn hans í sjúkrahúsi. Þá voru engin sjúkrasamlög tekin til starfa í sveitum, en þeir, sem greiða þurftu þungan sjúkrakostnað, gátu þó fengið til þess einhvern styrk úr ríldssjóði. Mér var kunnugt um, að Metúsalem þurfti þá árlega að greiða stórfé í sjúkrakostnað. Ég átti tal um það við hann, að rétt væri af honum að sækja um styrk því það, sem að börnum hans gengi, heyrði undir lög um styrkhæfa sjúldinga. Metúsalem sótti um styrkinn en fékk það svar, að hann hefði svo stórt bú, að ekki væri ástæða til að veita honum sjúkrastyrk. Sem betur fór fengu börnin, þótt seint gengi, góðan bata, og komu hraust heim, þótt tíminn, sem lækningin tók, væri orðinn æðilangur. Mér er það minnisstætt, að Metúsalem sagði við mig, að það gleddi sig, að hafa ekki fengið neinn styrk, úr því að hann hefði getað klofið þennan kostnað sjálfur. Það væri ekki gaman að þurfa að leita til annarra, og bezt væri að geta hjálpað sér sjálfur. Bar hann enga Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.