Heima er bezt - 01.02.1959, Side 14

Heima er bezt - 01.02.1959, Side 14
DR. BERNHARD GRZIMEK: ÚR MYRKVIÐUM AFRÍKU Framhald. Efstu merkin voru í seilingarhæð okkar, eða rúmlega það, en þess skal minnst, að merki þessi eru ekki eftir bakið á fílunum, heldur síður þeirra, svo þeir eru sjálfir miklu hærri. Yfir rætur og fallna trjáboli, 3—4 feta háa, höfðu fílarnir stiklað, án þess að ryðja þeim til hliðar, og hlutum við okkur til sárrar gremju að fylgja dæmi þeirra. Við þurftum ekki að gera okkur far um að forðast hávaða, því að þrátt fyrir allt gera fílarnir meiri háreysti en svo, að þeir myndu heyra til okkar. Öðru máli gegndi með lyktina. Inni í skóginum er allsendis ómögulegt að vita með vissu, hvemig vindinn leggur. Við fylgdum ráði, sem gamall veiðimaður hafði gefið okkur, og bár- um ætíð kornhismi í vösunum. Það er svo létt, að það fýkur undan hinum minnsta andvara. Með því að taka ögn af því milli fingranna og láta það síðan falla, mátti sjá ef einhver blær var og hvert hann lagði. Fílarnir yoru ekki á flótta, en við hugsuðum að þeir myndu leita að venju sinni alllangt inn í skóginn, og því eltum við þá eins hratt og við gátum, en kalla mátti að fíla- troðningarnir væru sæmilega greiðfærir. Við komum að gömlu tré, þar sem moldinni hafði sýnilega verið rótað upp. Þarna hafði einhver fílanna auðsæilega hvílt sig. Greinileg merki sáust á allmörgum trjám eftir það, að hann hafði gætt sér á laufi þeirra, og heilmargar taðhrúgur, sumar gamlar, lágu þar á víð og dreif. Það var Ijóst, að fíllinn undi þessum stað, og að hann kæmi þar að staðaldri. Eitt ungt tré hafði hann rifið upp með rótum og hirt vandlega af því allt laufið. Rétt á eftir heyrðum við að fílarnir voru þarna á ferðinni. Greinar brotnuðu og trjátoppar svignuðu og sveifluðust, og brátt heyrðum við hið sérkennilega rymjandi búkhljóð þeirra. Hljóðin voru bæði fram- undan og fyrir aftan okkur. Við virtumst þannig vera komnir inn í miðjan hópinn. Nú var spurningin, mund- um við ná mynd af þeim? Við settumst og héldum vopnum okkar, myndavélum og leifturljósum, reiðu- búnum. í skugga frumskóganna er vonlaust að taka litljósmyndir. Brakið og fótatak fílanna nálgaðist. Við svipuðumst um eftir tré, sem við gætum klifrað upp í, en það virtist vonlaust með öllu. Trjábolirnir voru mikils til of gildir og sléttir neðan til, til þess að við gætum klifrað eftir þeim. Hinsvegar er gagnslaust að flýja undan fílum upp í grönn tré. Því að ef þeir á annað borð eru í vígahug, þá hrista þeir tréð, þar til maður dettur niður eða beygja það til jarðar. Jafn fávíslegt er að reyna að flýja. Áður en maður hefir komizt nokkra metra áleiðis, liggur hann kylliflatur, flæktur í rótum og vafningsplöntum, og fílarnir ryðjast yfir hann líkt og skriðdrekar. Eftir nokkrar mínútur, sem okkur fundust eins lengi að líða og heilar klukkustundir, sáum við kjarrið bær- ast í hér um bil 15 metra fjarlægð. Því næst sáum við eitthvað, sem líktist gráum, hrjúfum vegg, og þar með var öllu lokið. Veggurinn hvarf sýn, kjarrið komst í samt lag, en loftið var líkt og fyllt af fílaþef. Enn leið fjórðungur stundar. Við heyrðum brak og brothljóð hingað og þangað um skóginn, stundum nærri okkur, en svo fjarlægðust þau aftur. Loks kom annað dýr í ljós, nákvæmlega á sama stað og hið fyrra. Við sáum glytta í auga, glampa af skögultönn og eyra flaksast til. Við héldum fingrunum á loka myndavélanna, reiðu- búnir að smella af, og biðum í ofvæni að meira kæmi í ljós af skepnunni. En loks, þegar hausinn var í þann veginn að hverfa, tók Mikael mynd við leifturljós. Ekki var að sjá, að fílnum brygði hið minnsta, en við sátum eins og á glóðum. Fílarnir héldu leiðar sinnar, og fleiri sýndu sig ekki. Við Iögðum af stað í nýja leit, en nú beindu engin hljóð okkur leið. Sennilega höfðu fílarnir fundið mannaþef, og hraðað sér á brott. Þá heyrðum við allt í einu einkennilegt þrusk að baki okkar. Við gengum á hljóðið. Leiðin lá yfir gilskorn- ing, þar sem við urðum að handstyrkja okkur við trjá- rætur og steinnibbur til þess að komast upp úr honum. Þegar yfir kom, leið ekki á löngu áður en við sáum hvers kyns var. Hópur stórvaxinna, rófulangra apa ruggaði sér í greinum um 200 feta hárra trjáa, og eftir hávaðanum og látum þeirra að dæma mátti hugsa sér að þeir væru krossbölvandi, annað hvort okkur, fílun- um, eða hverjir öðrum. Við gátum naumast varizt hlátri. En brátt hvarf okkur allur hlátur úr hug, er við hugðum að ráði okkar og því, hvernig við kæmumst greiðlegast heim aftur. Heim aftur — það var raunar hægar sagt en gert. Já, ekki væri annað en fylgja fílatroðningunum. Þeir lágu beint inn í skóginn og út á sléttuna. Við reyndum að fylgja þeim í mismunandi áttir, en vorurn engu nær. Við vorum sýnilega villtir. Loks afréðum við að hætta að fylgja fílaslóðunum, en reyna að fara í þá átt, sem við héldum að plantekran lægi, en þá kom í Ijós að 54 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.