Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 32
„Það verður sjálfsagt ekki gripin upp stúlka, sem
getur tekið að sér verkin hennar Geirlaugar gömlu,“
sagði Kristján.
„Samt býst ég við að ég gæti bent þér á kvenmann,
sem hefur gengið milli bæjanna þarna út á Ströndinni
á þessum veikindatímum. Það er hún Jóhanna á Efri-
Hól. Þú getur náttúrlega ekki fundið hana núna, vegna
þess að meðulin verða að koma sem fyrst heim,“ svaraði
Lauga.
„Við sjáum nú til,“ sagði Kristján. „Mangi á Bakka
er úti í kaupstað. Ef ég gæti komið meðulunum á hann,
yrði ég ekki lengi að ríða út að Efri-Hóli. Ég þakka
þér kærlega fyrir ráðlegginguna og yfirleitt fyrir kom-
una hingað í dag,“ sagði nú Kristján vingjarnlega.
Hann var óvanur því að mæta svo miklu sem góðum
ráðum hjá sveitungum sínum.
Það var bjartan sunnudagsmorgun.
Maddama Karen gekk prúðbúin eftir götum höfuð-
staðarins. Hún var að koma úr kirkju, háleit og tilkomu-
mikil, eins og fyrr.
Vorið var áreiðanlega komið, þó að lítil merki sæjust
þess hér, nema hvað dagur og nótt voru næstum jafn
björt, hugsaði maddaman. Hvergi sást grænt strá, fjöll
eða svo mikið sem rönd af sjónum. Aðeins gata, með
húsáröðum á báðar hendur. Þvílík eyðimörk!
Fólkið gekk fram hjá henni, flestallt óþekktar mann-
eskjur. Talsverður munur, eða að þekkja hvert andlit
kirkjugestanna og sjá vináttu og virðingu í hverjum
svip.
Þegar maddaman var komin inn í íbúðina sína, tók
hún af sér fína tausjalið, braut það saman og lét það
niður í kommóðuskúffu og settist svo í stól úti við
gluggann og stundi þreytulega. Það var ekki laust við
að hún væri þreytt af að ganga þennan spöl. Það gerði
þetta hreyfingarleysi. Maður hlyti að verða gamall
fyrir tímann af þessu tilbreytingarlitla lífi.
Svartur reykjarmökkur hnyklaðist upp úr húsinu
hinum megin við götuna og kom henni til að hugsa um
annað en einstæðingsskap sinn. Einu sinni var gömul
kona hjá henni, þegar hún bjó sínu stóra búi. Hún
sagðist sjá það á reyknum, hvernig heimilislífið væri á
bæjunum. Það sáust margir bæir frá Hofi, svo að hún
gat skemmt sér við það í fábreytni sinni og heilsuleysi,
að athuga reykjarstrókana. Reykurinn á Hofi var alltaf
svo blár og fallegur, sagði hún, enda væri ekki ósam-
lyndið á heimilinu því. — Svona var hjátrúin hjá gamla
fólkinu í sveitinni, og maður hafði gaman af því, sagði
maddaman hálfhátt . Það var orðið að vana fyrir henni
að tala við sjálfa sig, eins og mörgum, sem einir búa.
Samstundis var hugurinn floginn alla leið norður að
Hofi. Nú hlaut túnið að vera farið að grænka. Hún sá
stóra bæinn sinn í græna, stóra túninu, og kirkjuna og
garðinn. Þar stanzaði hugurinn við stóra, tvíbreiða
gröf innan járngrinda. Þar átti að láta stein á, þegar
brúðurin væri komin við hlið eiginmannsins. Einkenni-
legt var, hvað hún sá mann sinn sjaldan í draumi. Það
hefði þó verið ánægjulegt að hugsa til þess í svefninum,
að njóta návistar hans.
Maddaman hrökk upp úr þessum hugsunum við háa,
þróttmilda rödd utan af götunni.
„Er það ekki í þessu húsi, sem Karen Þorsteinsdóttir
á heima?“
Henni fannst hún þekkja þessa rödd.
„Jú jú,“ gall í konunni í kjallaranum. „Frúin er kom-
in heim. Ég skal fylgja yður til hennar.“
Karen leit út um gluggann. Það bar ekki á öðru en
að kærkominn gestur væri á leiðinni til hennar. Þetta
var Rósa systir hennar, efnuð kona sunnan með sjó.
Maður hennar var útvegsbóndi.
Karen flýtti sér fram og faðmaði systur sína að sér
og bauð hana velkomna.
„Nú ber eitthvað nýrra við, að þú skulir vera komin
í heimsókn til mín,“ sagði hún. „Hugsa sér, að þú skulir
ekki hafa komið fyrr.“
„Ég hef komið tvisvar áður hingað heim að dyrun-
um, en þú varst í hvorugt skipti heima.“
„Já, ég frétti það,“ andvarpaði Karen. „Ég fer austur
á hverju súmri til að stytta einverustundirnar og er þá
nokkrar vikur hjá Sigrúnu minni.“
Systurnar virtu hvor aðra fyrir sér.
Rósa var að minnsta kosti einum áratug eldri en
Karen. Hún var feitlagin kona með gráleitt hár. Þær
systur höfðu sjaldan sézt síðan Karen fluttist til Norð-
urlands, en alltaf skrifazt á. Rósa var ráðrík eins og
systir hennar, og henni fannst að hún hefði rétt til að
setja ofan í við systur sína, ef hún sá eitthvað ábótavant
hjá henni.
Aladdama Karen hafði dvalizt hjá henni um tíma,
þegar hún var nýlega flutt suður, en henni hafði þótt
nóg um hnýsni hennar um hagi sína. Síðan höfðu þær
systur ekki sézt, en nú þótti Karenu innilega vænt um
að sjá Rósu.
„Hvernig gaztu ratað til mín, systir? Það er svo langt
neðan frá sjó, og náttúrlega hefurðu fengið skipsferð?“
spurði Karen.
„Ég kom reyndar með mínum mönnum á skipinu
okkar. Svo fylgdi einn hásetinn mér heim til systur
sinnar. Hún hressti mig á blessuðu kaffi og fylgdi mér
svo, þangað til ég sá húsið þitt. Meira gat hún ekki gert,
því lítill hvítvoðungur var einn heima hjá henni,“ sagði
Rósa.
„Jæja, og komst bara á opnum báti. Var þér ekki
kalt?“
„Ja neinei. Veðrið var indælt og ég er nógu gömul
til að kunna að búa mig heiman í góðu veðri, þótt mál-
tækið segi að það séu fáir, sem kunni það. Dúðaði mig
í hverja spjörina utan yfir aðra.“
Karen leysti fínt, hvítt yfirsjal af systur sinni og tók
við þykku vetrarsjali, sem hún var með yfir herðunum.
„Osköp er þetta þungt sjal,“ sagði hún. „Ég er hissa
á, að þú skulir valda því.“
(Framhald).
72 Heima er bezt