Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 25
— Jæja, þú ert fyrsta stúlkan, sem ég býð með mér á dansleik. Ætlar þú svo að neita mér? — Valur horfir á Ástu, og í augum hans speglast hljóð bæn; en Ásta harðnar aðeins á svipinn og segir enn kaldara en áður: — Þú verður sjálfsagt ekki í neinum vandræðum með stúlku til að dansa við, þótt ég verði heima. — Ekki geri ég ráð fyrir því, en ég býð þér með mér. — Það er fallega gert, en ég get ekki þegið boð þitt. — Þú vilt ekki þiggja það, Asta. — Þýð rödd hans leynir ekki þeim djúpa sársauka, sem í brjósti hans svellur, en Ásta brynjar sig öllum sínum kulda og segir einbeitt og hörkulega: — Það er óþarft að ræða þetta mál frekar, ég verð heima í kvöld. — Þá tölum við ekki meira um það. Þú ert vitanlega frjáls gerða þinna, Ásta. Þau eru aðeins ókomin til fólksins suður á túninu, og þögnin er einráð hin fáu samleiðarspor, sem eftir eru, en hjörtu beggja slá heitt og þungt. Ásta nemur staðar á nýrakaðri sléttu skammt frá fólkinu og losar sig við farangur sinn. Hér ætlar hún að slá upp veizlu- borði dagsins. Valur sér að samfylgd þeirra er á enda og réttir Ástu körfuna með bollapörunum. Svo gengur hann til Elínar og afhendir henni hrífuna. En Asta breiðir hvítan dúk á grundina og framreiðir þar eins og á vistlegasta veizluborð. Fólkið leggur frá sér verkfærin og sezt að sam- drykkju. Umandi kaffið er ljúffengt og hressandi, og glaðværir hlátrar hljóma, meðan fólkið neytir þess. En eldhússtúlkan á engan þátt í þeirri gleði. Hún situr álengdar og bíður með óþreyju eftir að komast sem fyrst heim í hljóðláta kyrrð einverunnar, því að nú á hún ekki samleið með neinum. Valur ræðir við fólkið og tekur þátt í glaðværð þess, en hlátur hans er hjáróma, og gleði hans uppgerð. Kaffidrykkjunni er lokið, og fólkið hefur starf sitt að nýju. En Ásta lætur allt kaffidótið niður í körfuna og hraðar sér heim á leið. Hún er fegin, því að nú er þessu lokið, og þá fær hún að vera ein um hríð. Hreiðar, kaupmannssonurinn frá Reykjavík, horfir á eftir Ástu heim túnið og fylgist með hverri hreyf- ingu hennar, þar til hún hverfur inn í húsið. Þá færir hann sig til Vals og segir glettinn og gáskafullur: — Skolli er þetta sæt stelpa, Valur. — Við hverja áttu? — Eldhússtúlkuna, auðvitað. Hún er sú langhuggu- legasta, sem hér hefir verið öll þessi sumur, síðan ég byrjaði að koma hingað að Ártúni. Valur brosir dauflega. — Hefir þér ekki yfirleitt lit- ist vel á þær allar stúlkurnar, sem hér hafa verið á sumrin? — Þessi slær metið. Ég er ákveðinn á að bjóða henni með mér á dansleikinn í kvöld. — Ég efast um að hún dansi. — Hvaða vitleysa. Hefir þú aldrei farið með henni á ball í sumar? — Nei, ég hef ekki sótt neinar skemmtanir, síðan ég kom heim í vor. — Hvort ég væri búinn að fara á ball, og það oftar en einu sinni með svona laglegri stelpu, í þínum spor- um. En þu hefir hreint engan áhuga fyrir kvenfólki, Valur minn, og þetta ætlar ekkert að lagast með aldr- inum. — Hreiðar lítur á vin sinn og hlær ertnislega. — Hvað sem er um það, þá langar mig ekkert til að hafa stúlkur að leikfangi, það hefi ég oft sagt þér áður. — Þú ert alltof samviskusamur, vinur minn, en þann góða eiginleika á ég ekki til gagnvart kvenfólkinu. Ég skemmti mér með því eftir vild og teyga hvern bikar í botn eftir mínum geðþótta, og svo nær það ekki lengra. — Það finnst mér vægast sagt Ijótur Ieikur. Hreiðar hlær kæruleysislega. — Getur verið. En nú er það sæta eldhússtelpan þín, sem ég ætla að skemmta mér með í kvöld, og það skal sannarlega verða gaman. — Það er óþarfi að tala um þau mál við mig. Þið eruð bæði sjálfráð gerða ykkar. — Valur vill ekki lengja þessar viðræður frekar og færir sig þögull og svip- þungur burt frá vini sínum. En það er ólíkt sérstæðri háttvísi hans og prúðmennsku. Hreiðar horfir á eftir Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.