Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 10
mikilhæf kona. Efnahagurinn má ætla að hafi verið
góður, a. m. k. áhyggjulaus.
Arnbjörg stendur nú uppi ekkja í annað sinn með
fjögur börn ung að sjá farborða og staðfestulaus. Bú-
jörðin er ákveðin til læknisseturs fjórðungslæknisins.
Af henni verður hún að víkja þegar hann kemur. Hún
heldur ábúðinni til vors og næsta ár. Þá er þar kominn
H. J. P. Beldring fjórðungslæknir. Hann kvænist danskri
hjúkrunarkonu (Kristínu Friðrikku Jensen), sem með
honum kom, og tekur jörðina til ábúðar næsta vor, en
Arnbjörg fær ábúð (með öðrum) á næsta bæ, Brekku-
gerði, og býr þar næstu árin tvö með börnum sínum.
Vorið 1835 brá Arnbjörg búi sínu í Brekkugerði og
réðst bústýra til Einars ríka Einarssonar á Hrafnkels-
stöðum. Hann var þá ekkjumaður orðinn í annað sinn.
Stóð að því leyti líkt á um hag þeirra og horfur.
A þriðja bústýruári Arnbjargar á Hrafnkelsstöðum
kvæntist Kristján sonur hennar Ingibjörgu Þorláksdótt-
ur prests Hallgrímssonar og fluttist ári síðar til búskap-
ar að Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þangað fór með
honum Andrés hálfbróðir hans, en Lovísa fer það sama
ár til Reykjavíkur til náms.
Það er af Kristjáni að segja, að hann bjó í Stakkahlíð
til vors 1843. Þá flytur hann búferlum að Gilsárteigi og
þaðan aftur vorið 1856 að Fossvöllum og bjó þar til
banastundar, 16. júlí 1866. Hann var maður í góðu áliti,
hreppstjóri um tíma og gildur bóndi.
Vorið 1843 brá Arnbjörg ráðskonustöðunni á Hrafn-
kelsstöðum, keypti hluta af jörðinni Hafursá og setti
þar bú. Þangað fóru með henni börn hennar, Jóhanna
og Jörgen. Lovísa var þá komin heim úr Reykjavíkur-
förinni en brá sér nú til Kaupmannahafnar og hafði þar
ársdvöl. Þegar hún kom aftur þaðan næsta vor, réðst
hún bústýra til Einars á Hrafnkelsstöðum. Bendir ráðn-
ing Lovísu að Hrafnkelsstöðum til þess, að það hafi
fremur verið af sjálfræðishneigð Arnbjargar en sundur-
þykki milli þeirra Einars bónda, að hún brá ráðskonu-
stöðunni. Samt hefur samkomulagið ekki reynzt svo
einlægt, að til hjúskapar drægi milli þeirra, sem að
mörgu leyti hefði þó ekki verið ólíklegt, jafnræði að
ýmsu leyti, og komið báðum vel eftir ástæðum beggja.
Bæði höfðu hafizt til fremdar af eigin manndómi, hún
til virðulegrar húsmóðurstöðu, hann til álits og efna úr
fátækt. Bæði voru ráðin og reynd og komin langt af
draumóraskeiði.
Vorið 1845 fluttist Jóhanna frá móður sinni og gift-
ist um haustið það sama ár Sigfúsi, syni séra Stefáns
Árnasonar á Valþjófsstað. Bjuggu þau þar átta árin
næstu en fluttust búferlum að Víðivallagerði vorið 1853
og þaðan aftur að Skriðuklaustri vorið 1863. Margt
merkisfólk er af þeim komið, lífs og liðið. Eftir Arn-
björgu dóttur þeirra eru hafðar að mestu þær upplýs-
ingar frá uppvaxtarárum ömmu hennar, sem tilgreindar
hafa verið.
Jóhanna dó 16. marz 1892 og þótti hafa verið mikil
merkiskona.
Andrés Hermann leitaði aftur heim í Fljótsdal úr
Stakkahlíðarförinni, þegar Kristján bróðir hans fluttist
þaðan. Hann kvæntist 3. janúar 1844 Önnu iMargrétu
Jónsdóttur, bónda á Melum, Þorsteinssonar (iMelaætt)
og bjó þar síðan til æviloka 30. júní 1892. Hann var
mikill bókamaður, hafði lært bókband og bjó vel bækur
sínar. Búhöldur var hann í fremstu röð. Afkomendur
hans í karllegg halda ættarnafninu Kjerulf.
Arnbjörg Kjerulf situr að búi sínu á Hafursá þegar
þau staðfesta ráð sitt, Jóhanna og Andrés, með Jörgen
einan hjá sér barna sinna. Lovísa er ráðskona á Hrafn-
kelsstöðum. Eigi varð vist hennar þar til frambúðar.
Eftir þriggja ára veru hennar þar kvæntist Einar í þriðja
sinn. Lovísa fór þá til Kaupmannahafnar í annað sinn
á vit frændfólks síns.
Eitthvað mun hafa bagað búskap Arnbjargar á Haf-
ursá. Vorið 1847 bregður hún þar búi og fer að Val-
þjófsstað til Jóhönnu dóttur sinnar. Hún er þá orðin
fullt hálfsextug og má ætla, að hún hafi verið orðin af-
huga búskap. Frá Valþjófsstað sendi hún Jörgen son
sinn til Kaupmannahafnar til náms. Hann dó áður en
hann hafði lokið námi.
Lovísa kom heim aftur frá Kaupmannahöfn vorið
1848. Hún tók þá til ábúðar hluta þann í Hafursá, sem
móðir hennar hafði búið á. Réð hún til bús með sér ung-
an mann, Einar Sigurðsson, sem verið hafði henni sam-
tíða á Hrafnkelsstöðum. Felldu þau hugi saman og eign-
uðust dóttur, sem skírð var Sigurbjörg. Ókunnar ástæð-
ur valda því, að þau giftast ekki, og Einar flytur í Hrafn-
kelsstaði aftur en Lovísa bregður búi og fór til Kaup-
mannahafnar í þriðja sinn. Dóttur hennar tók Jóhanna
systir hennar til fósturs og ól upp. Hún fór til Ameríku.
Ekki hafði Lovísa langdvöl í Kaupmannahöfn að
þessu sinni fremur en fyrr. Komin er hún þaðan aftur
árið 1855 og sezt nú að hjá systur sinni og móður, sem
þá eru fluttar að Víðivallagerði. Hún hafði þá fengið
sér prjónavél og mun hafa ætlað að vinna fyrir sér með
prjónaskap.
Enn áttu eftir að verða þáttaskil í ævi Arnbjargar.
Vorið 1860 tóku þær mæðgur sig upp frá Víðivallagerði
og fá sér húsmennskuvist á Fossvöllum hjá Kristjáni
Frímanni. Þar kynntist Lovísa ungum manni, Guðmundi
Hallgrímssyni að nafni. Dró saman með þeim til hjú-
skapar 26. sept. 1861. Lovísa var þá orðin nær fertug að
aldri en brúðguminn aðeins rúmlega tvítugur.
Guðmundur Hallgrímsson var mývetnskur að ætt,
skyldur eitthvað Reykjahlíðarmönnum. Hann hafði
flutzt austur ungur að aldri með Sigurgeiri Jónssyni á
Galtastöðum, bróður séra Hallgríms á Hólmum, og al-
izt upp hjá honum. Guðmundur var álitsmaður að á-
sýnd, greindur, léttmáll og glaðvær í sambúð, en ekki
að sama skapi staðfestumaður.
jMeð hjúskap Lovísu var komin þörf fyrir staðfestu.
Jarðnæði lá ekki á lausu í Múlasýslum um þetta leyti.
Þvert á móti voru sem óðast að byggjast nýbýli á heið-
um uppi. Undanfarin ár höfðu byggzt milli tíu og tutt-
ugu nýbýli í Jökuldalsheiðinni. Nóg var landrýmið þar.
Framhald. á bls. 53.
50 Heima er bezt