Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 16
ÁRNI ÁRNASON FRÁ GRUND:
Fr á Tyrkj arániog H er
Isögu Vestmannaeyja mun ársins 1627 ávallt verða
minnzt með hryllingi. Finnast þess enn glögg merki
meðal almennings þótt yfir 300 ár séu síðan óhugn-
anlegir atburðir þess árs dundu yfir Eyjarnar og
önnur héruð meginlandsins. Þetta ár gerðu Tyrkir
strandhögg mikið á landi hér, sem mest bitnaði á Eyj-
unum.
Víða í Evrópu var og ár þetta mesta óhappaár og
erfiðleika. Þar áttu sum löndin í styrjöld, hinu svo-
nefnda 30 ára stríði, og bjuggu við mestu hörmungar
og erfiðleika vegna afleiðinga þess. Á höfum úti var
einnig hið mesta hættusvæði. Þar var vettvangur ill-
ræmdustu sjóræningja, sem sagan getur um, svo enginn
var öruggur um líf sitt og limi er hætti sér þangað. í
þann tíma voru Barbaríuríkin1) á norðurströnd Afríku
á sínu blómaskeiði, en þaðan voru stundaðar í stórum
stíl, mannaveiðar og rán, sem mikið gáfu í aðra hönd,
1) Svo nefndu íslendingar löngum Algier og Tunis. Voru
ræningjarnir, sem hingað komu, frá Algeirsborg.
rán, sem þjóðirnar stóðu gegn agndofa og nærri ráða-
lausar. Sjóræningjar frá Barbariu voru hinir illræmd-
ustu og gengu undir sameiginlegu nafni og nefndir
Tyrkir eða jafn vel Hundtyrkir. Þó voru þeirra á með-
al margir annarra þjóða menn, trúvillingar svonefndir.
Voru það menn, er Tyrkir höfðu hertekið víða um lönd
en þeir svo yfirgefið trú sína og tekið trú, siði og venj-
ur Barbariumanna. Er sagt að trúvillingar þessir hafi
verið einna ofsalegastir og grimmastir í ránsferðum,
píningum og morðum, hvar sem þá bar að garði, ekki
hvað sízt í föðurlandi sínu.
Aðal ránssvæði Tyrkja voru fyrst og fremst Miðjarð-
arhafið og þar nálæg lönd, en þeir brugðu sér einnig
út á Atlantshafið og til landanna þar, í miklar ráns-
ferðir víða um, meira að segja alla leið norður til ís-
lands.
Ekki er enn vitað með vissu hvaðan ræningjarnir
fengu þá hugmynd og ákvörðun, að fara til íslands í
ránsferð, þar sem þeir voru öllum staðháttum ókunnir,
en talið er að danskur maður, Paul að nafni, hafi bent