Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 15
okkur greindi mjög á um áttina, svo að ekki varð á þá
tilfinningu treyst. Tiemoko, manndráparinn mikli, hafði
leitt okkur í þokkalega gildru. Við höfðurn engan átta-
vita, því að upphaflega var ferð okkar einungis heitið
út í ekruna til að leita að fiðrildum. Við vorum nestis-
lausir og án drykkjarvatns, og höfðum bókstaflega ekk-
ert meðferðis nema myndavélarnar. Því meira sem við
leituðum fyrir okkur, því ringlaðri urðum við. Him-
inninn var alskýjaður, svo að ekki gátum við áttað
okkur á sólinni, og í raun réttri var það svo, að í hvaða
átt, sem við héldum, áttum við það á hættu að villast
lengra inn í skóginn, í stað þess að komast út úr hon-
um.
Við komumst átakanlega að þeirri staðreynd, hversu
torvelt er að halda beinni stefnu, þegar maður hefir
hvorki nokkurt mark að miða við, né áttavita að fara
eftir. Bæði menn og skepnur fara skilyrðislaust í hring,
þótt þau haldi, að þau stefni beint áfram. Ef bundið er
fyrir augu manns, verður hringurinn oft ekki meira en
30—40 metrar í þvermál. Ég hafði áður kynnzt þessu
rækilega. Þá var ég með kanadiskum skógarhöggsmönn-
um, en að lokum urðu sumir þeirra alveg örvita í vill-
unni, einkum þegar þeir eftir að- hafa ráfað um í 3—4
daga snerust að kalla má alltaf um sama blettinn. Og
þær endurminningar voru allt annað en þægilegar.
Fílarnir voru nú að fullu gleymdir. Engin hugsun
komst að önnur en sú að komast einhvernveginn út úr
skóginum. Fullur kvíða skýrði ég Mikael frá, hvernig
ég hefði hugsað mér að halda beinni stefnu í þá átt, sem
við helzt hugðum undankomu auðið. Ráðagerð mín
var þessi. Meðan ég stóð kyrr og horfði beint fram,
skyldi Mikael halda áfram og ég stjórna stefnu hans,
svo að hann sveigði hvergi til hliðar. Þegar hann hefði
farið hæfilega langan spöl, skyldi hann bíða mín hreyf-
ingarlaus, en horfa stöðugt beint fram, er ég hefði náð
honum,. skiptum við um hlutverk, og þannig stöðugt
koll af kolli, að annar ruddi brautina, en hinn Ieitaðist
við að halda stefnunni.
A þennan hátt héldurn við áfram nær hálfan daginn.
Við hjuggum merki í trjábolina, svo að við værum
öruggir að þekkja slóð okkar aftur, ef við skyldum,
móti von minni, fara í hring. En fleira varð okkur
áhyggjuefni. Mér til mikillar skelfingar uppgötvaði ég,
að við höfðurn hvorki gagneitur gegn slöngubiti, né
sprautu meðferðis. Slöngubit hefði því orðið bráður
bani okkar. Hvað eftir annað sáum við rofa til í skógar-
þykkninu, og héldum þá, að nú værum við að nálgast
jaðarinn. En jafnoft urðurn við fyrir vonbrigðum.
Rjóðrin í skóginum voru óteljandi, annað hvort við
læki, eða þar sem gömul tré höfðu fallið.
Okkur var órótt innanbrjósts en þögðum, og hvor
hugsaði sitt. Með sjálfum okkur bölvuðum við þeirri
flónsku okkar, að hafa anað svona inn í frumskóginn,
án allrar fyrirhyggju. Og ofan á allt annað bættist svo
hungrið, sem nú tók að sverfa að. Til allrar hamingju
fundum við nokkur lauklaga aldin, sem við þekktum
frá Ieitinni að simpönsunum, og gátum við sefað sár-
asta sultinn með þeim. Þau voru súr á bragðið og sval-
andi.
Á einum stað varð skógurinn greinilega gisnari. En
um leið og stórskógurinn varð gisnari, varð svarðgróð-
urinn og kjarrið enn þéttara, svo að hnífar okkar urðu
þegar í stað bitlausir við að sagla það sundur. Við sát-
um beinlínis fastir í þyrnaflækjunni, líkt og flugur í
köngurlóarvef. Skamt frá okkur var tré, sem mér virt-
ist fært að ldifra upp í. Utan á því héngu flækjur af
vafnings- og klifurplöntum, og með því að styðja mig
við þær, tókst mér að komast upp í topp þess. Mikið
rétt, fram undan var allstórt, skóglaust svæði, og mér
hló hugur í brjósti, þegar ég sá, að það var næstum því
ferhyrnt. Hér gat tæplega verið um annað að ræða en
yfirgefna plantekru, sem annað tveggja heyrði til ekruni
okkar, eða einhvers nágrannans. Nú var ekkert undan-
færi, við urðum að brjótast gegnurn kjarrflækjuna, hvað
sem það kostaði. Við þumlunguðumst áfram með mikl-
um erfiðismunum, en brátt fundum við að skógsvörð-
urinn varð sífellt blautari og blautari. Enginn ræktar
banana í feni, og þar vex skógurinn heldur ekki. Þann-
ig stóð þá á auða svæðinu. Okkur lá við að örvænta.
Dagur leið nú að kvöldi. Þar sem við vissum að nátt-
myrkrið rnundi falla á innan skamms, völdum við okkur
náttstað, þar sem lítið var af skordýrum, hjuggum
nokkrar greinar og bjuggum okkur eftir atvikum við-
unanlegt náttból.
Við höfðum hvorki blys né eldspýtur, svo að við gát-
um ekki kveikt bál. Við vorum að vísu ekki sérlega
hræddir við villidýr. Ljón eru ekki á þessum slóðum,
og ekki höfðum við heyrt þess getið að hlébarðar hefðu
nokkru sinni ráðizt þar á menn. Samt vorum við vel á
verði gagnvart hverju því, sem minnt gat á augu villi-
dýrs úti í náttmyrkrinu, en mest af öllu óttuðumst við
þó eiturslöngurnar.
Með morgunsárinu í þann mund, sem raddir skógar-
ins þögnuðu, héldum við aftur á stað. Föt okkar voru
rennvot af náttfallinu, en við þökkuðum okkar sæla, að
ekki skyldi hafa riðið yfir nokkur hinna venjulegu
þrumuskúra. Af einskærri þrákelkni héldum við áfram
á sama hátt og daginn áður. Að afliðnu hádegi fórum
við framhjá hálfvisinni bananaplöntu. Ný von vaknaði
í brjósti okkar. Þetta gat að vísu verið planta, sem af
einhverri hendingu hefði borizt út í skóginn eða ef til
vill villibanani, en líkur bentu þó til að við nálguðumst
mannabústaði. Aður en varði vorum við komnir út
úr stórskóginum, en allt umhverfis okkur voru þéttir
runnar, 15—20 feta háir. Þar fundum við aðra banana-
plöntu, síðan þá þriðju og fjórðu, og brátt var því lík-
ast, að við værum komnir inn á eyðiplantekru. Við óð-
um yfir grunna árkvísl. Handan hennar stóðu banana-
plönturnar í meira eða minna reglulegum röðum. Brátt
komurn við á gamlan veg, og fyrr en varði þekktum við,
að þetta var plantekran okkar. Við skjögruðum heim
að húsinu. Enginn svertingjanna hafði gert sér grillur
út af fjarveru okkar. En við létum lítið uppi um æfin-
týri næturinnar. Framhald í nœsta blaði.
Heima er bezt 55