Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 17
fylfeingu Vestmannaeyja tveim ræningjaforingjum á að ísland væri varnarlaust land, þar sem mjög auðvelt væri að ræna mönnum og fjármunum. Hitt er svo staðreynd, að um vorið 1627 útbjuggu Barbarar ránsflota til norðurhafa, en fjögur skip hans réðust til íslandsferðar. Saga þessi er öllum kunn og skal ég þvf ekki rekja hana hér að neinu verulegu leyti, ófögur saga tryll- ingslegra rána, morða og pyndinga brjálæðislegra villu- trúarmanna, en aðeins stiklað á stóru í sögunni. Það var 20. júní árla morguns að íbúar Grindavíkur fengu nýstárlega heimsókn í höfnina, stórt erlent skip. Það var ekki daglegur viðburður. í Grindavíkurhöfn lá þá danska verzlunarskipið, skömmu komið með nauð- synjar til landsins frá Danmörku. Hið ókunna skip lagð- ist skammt frá verzlunarskipinu og sjósetti þá þegar bát með tveim mönnum, og höfðu þeir tal af þeim dönsku. Tjáðu þessir tveir, að skip þeirra væri sent af kóngin- um í Danmörku til hvalaveiða í norðurhöfum, en hér væru þeir komnir að fá fréttir, vatn og vistir. Menn þessir mæltu á þýzka tungu. Fannst danska skipstjóran- um saga þeirra harla ósennileg og grunaði þá um. græsku. Engar vistir eða fréttir fengu þeir hjá verzlun- arskipinu og fóru þeir yfir í skip sitt við svo búið. í Grindavík var þá, sem annars staðar á landi hér, danskur kaupmaður. Varð hann undrandi yfir heim- sókn þessa stóra skips og sendi því bát frá landi með 8 mönnum til þess að fregna af skipi þessu. Ekki voru sendimenn fyrr komnir um borð í hið okennda skip, en þeir voru allir herteknir og í bönd færðir. Þegar nú skipshöfn danska verzlunarskipsins sá hvað orðið var, fór hún öll, að skipstjóranum undan teknum í land og leitaði hælis hjá kaupmanninum. Hann sendi þa bát með tveim mönnum, er áttu að sækja skipstjora verzlunar- skipsins. En þá hófu ræningjarnir störf sin. Þeir sjosettu stóran bát með 30 vopnaða menn, sem foru í danska verzlunarskipið og hertóku það og skipstjóra þess asamt sendimönnunum tveim. Af þessum aðgerðum var ljóst að hverju stefndi. Þegar þeir dönsku í landi sáu hvað verða vildi, forðuðu þeir sér, ásamt kaupmanninum, skylduliði hans og öðru landsfólki í örugg fylgsni á landi uppi. Ræningjarnir hófu síðan strandhögg. Fóru þeir í land og rændu verzlunina og komust svo að býl- inu Járngerðarstöðum, þar sem þeir hertóku fólk en drápu annað. Fregnin um komu ræningjanna hafði borizt fljótt í nágrennið, og gat fólk þess vegna flúið á land upp í örugg fylgsni. Mannrán urðu því færri þarna en ella hefði orðið. Þó náðu ræningjamir þarna 12 íslending- um og líklega 3 dönskum mönnum. Þegar svo ræningj- arnir voru að fara frá Grindavík, bar þarna nálægt danskt verzlunarskip. Það ginntu þeir til sín með því að draga upp danska fánann og hertóku það síðan með öllu saman. f þann tíma sat á Bessastöðum Holger Rosenkranz höfuðsmaður, all kunnur frá sögu þessari. Er honum barst fregnin um ránin í Grindavík, boðaði hann þegar til sín dönsku verzlunarskipin úr Keflavík og Hafnar- firði, og lögðust þau á „Seyluna“, þar sem skip hans var fyrir. Lét hann búa skipin eftir föngum til varnar, ef ræningjarnir kæmu þar. Einnig lét hann gera virki nið- ur við höfnina og koma þar fyrir fallbyssum og hugs- aði til að verjast með aðstoð nokkurra íslendinga, er voru á Bessastöðum staddir o. fl. Ekki virtust ræningjarnir hafa minnsta beyg af skip- unum á Seylunni, er þeir komu þarna, því þeir sigldu beint til þeirra. Tyrkir skutu á landvirkið og það svar- aði nokkrum skotum, en ekkert tjón mun hafa hlotizt af þeim viðskiptum. Hins vegar mun það hafa komið Tyrkjum mjög á óvart að skotið var á þá úr fallbyss- um og varnir voru í landi og þeir þess vegna sagðir hafa ætlað að snúa við. En við þá tilburði rak skip þeirra, þ. e. a. s. aðalskipið, á grynningu svo það sat fast og Að ofan til vinstri: Nokkur hús Brydesverzlunar og Skansinn í Vestmanna- eyjum um siðustu aldamót. Yzt til vinstri á myndinni sest norðurkantur Skansins. Litla húsið, sem ber þar i er Lifrarbrœðsluhúsið, nœsta hús til hcegri er Lýsishúsið. Þar sést á austurhluta Kornhussins. Stora steinhusið er Brydesverzlun, byggð 1883. Húsin tvö ofan bryggjunnar eru pakkhús. Að neðan til vinstri: Raningjaskip fyrir utan höfnina i Algier. Að ofan til hægri: Brimurð og Rœningjatangi. í fjörunni er mb. Búrfell, sem strandaði þar 1958. Að neðan til hægri: Scengurkonusteinn.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.