Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 12
svipuðum tíma má finna svein einn, er var vatni ausinn og gefið nafnið Ólafur Þórðarson Guðfinnur. Má geta 'sér þess til, hvernig þetta einkennilega nafn muni til orðið. Barnið hefur að líkindum verið skírt eftir Ólafi einhverjum Þórðarsyni, er hefur verið andaður, og nafnið Guðfinnur hefur trúlega átt að benda til þess, að Ólafur þessi væri kominn til guðs. „Þórðarson“ hef- ur drengurinn verið látinn heita til þess að enginn skyldi villast á því, hvaða Ólafur það væri, sem farið hefði til himnaríkis, þar eð foreldrarnir hafa gert ráð fyrir, að ekki yrðu allir Ólafar sáluhólpnir. Þessi kynlega nafngift minnir á það, að um skeið var sá ósiður allmjög í tízku, að skíra böm fullu föður- nafni annars manns, t. a. m. Helgi Bjömsson, Ólctfur Jónsson, eða þá með eignarfallsendingunni: Eyjólfur Einars, Jón Eyjólfs. Sem betur fer mun hafa dregið heldur úr slíkum nafngiftum á síðustu árum, enda verð- ur þetta hvort tveggja að teljast ósiður. Fyrir og um síðustu aldamót bar og nokkuð á þeim afkáraskap, að börn voru skírð fullum ættarnöfnum annarra manna, þótt þau ættu ekkert skylt við ættina, sem nafnið hafði borið. Hannes Þorsteinsson, þáverandi ritstjóri, vítir þennan ósið harðlega í blaði sínu, Þjóð- ólfi, í nóvembermánuði 1898.1) Skýrir hann fyrst frá því, að þessi andhælisháttur sé stöðugt að færast í vöxt, og heldur síðan áfram: „Þannig var einhver Páll Briem vinnumaður suður í Krýsuvíkurhverfi í hitteðfyrra, þá á þrítugsaldri, og hefði aldurinn samsvarað, þá hefði manni dottið í hug, að amtmaðurinn yfir Norður- og Austuramtinu hefði sagt af sér embætti og ráðizt í vinnumennsku suður í Krýsuvík. En þessi Krýsuvíkur-Páll á oss vitanlega ekk- ert skylt við Briemsættina, en þetta hefur verið skímar- nafn hans, er hann sjálfsagt tekur sem ættarnafn, og eykur svo kyn sitt í blóra við „Brímana“. Vér höfum einnig heyrt, að á Norðurlandi væri einhver Eggert Briem og Ólafur Briem, sem ekkert ættu skylt við þá bræður, sýslumann Skagfirðinga og umboðsmanninn. Hver veit nema þeir séu bræður Krýsuvíkur-Páls, og karl faðir þeirra hafi látið syni sína heita bókstaflega í höfuðið á hinum bræðrunum, Eggertssonum, að svo miklu leyti sem sonafjöldi hans hefur hrokkið til.“ VIII. Eftir að kapphlaupið um leit að fágætum manna- nöfnum hófst hér fyrir alvöru á öndverðri 19. öld, urðu rímurnar einn af þeim bmnnum, sem mjög var ausið úr. Sérstaklega gætti rímnanafna-tízkunnar mikið á Vestfjörðum, en hennar varð einnig allmikið vart í Þingeyjarsýslum. Fæst urðu nöfn þessi algeng, og mörg þeirra áttu sér skamman aldur. í manntalinu 1703 koma fyrir mannanöfn, sem virðast sótt í rímur eða riddara- sögur, en þau eru mjög fá. Árið 1855 skipta þau hins vegar mörgum tugum. Ýmis þessara nafna eru horfin úr sögunni 1910, og tíðleiki hinna, sem eftir eru, í rén- 1) H. Þ. ritaði tvær skörulegar greinar um nafnskrípi, og er stuðzt við þær á nokkrum stöðum í þáttum þessum. un. Fáein nöfn úr rímum höfðu þó bætzt við á þessu tímabili. Fer hér á eftir nokkurt sýnishorn þeirra ridd- arasagna- og rímnanafna, sem fyrir koma 1855, og er það aðeins lítið brot: Bernótus, Berthold, Blansíflúr, Bæringur, Dinus, Eberhard, Eertram, Filpó, Flóvent, Númi, Otúel, Randver, Reinald, Valves; Amalía Eló- nóra, Eufemia, Indíana, Súlíma. — Ætla ég ekki að fjöl- yrða um nafnatízku þessa. Rímnanöfnin eru nú flest úr sögunni, og óvíða mun á vorum dögum minni hætta á nafnspillingu en úr þeirri átt. IX. Á 19. öld, einkum undir aldarlokin, virðist hafa gripið um sig sá óviðfelldni siður, að gefa íslenzkum börnum nöfn frægra manna erlendra, sem ýmist voru tekin úr veraldarsögunni eða hópi nafnkunnra samtíðar- manna. Árið 1910 heita íslenzkir menn t. d. eftirtöldum nöfnum: Brúnó, Diomedes, Kató, Konstantín, Lúther, Melankton, Plató, Sókrates, Sólon, Svoedenborg, Xvoin- gli. Ekkert þeirra nafna var hér tíðkað 1855. Síðarnefndi flokkurinn, nöfn frægra samtíðarmanna, er og allmikill að vöxtum. Hér eru nokkur úr þeim hópi: Björnstjerne, Garíbaldi, Gladstone, Ibsen, Kriiger, Nansen, Napóleon, Nordenskjöld, Runeberg, Stanley, Sverdrup. Slík nöfn frægra manna eru að margra ætlan sérstaklega varhuga- verð. Slík nöfn hljóta að reynast eins og þung byrði, sem viðkomanda hefur að þarflausu og í hugsunarleysi verið lögð á herðar, en honum finnst hann oft og einatt vera að kikna undir. Hverjum meðalmanni að viti er það ofraun að bera nöfn eins og Sókrates eða Sólon. Gæflyndum manni og friðsömum hæfir naumast nafnið Napóleon. Og er svo færi, að íslenzkur maður, er bæri nafnið Gladstone, vildi bjóða sig fram til þings, er hætt við að einhverjum yrði það að brosa. í manntalinu 1910 gætir þess allverulega, að ýmsar bækur, bæði skáldsögur og önnur rit, hafa haft áhrif á nafngiftirnar. Er þetta greinilegt um Sögur herlæknis- ins, sem voru í hópi vinsælustu bóka hér um og eftir síðustu aldamót. Þaðan munu komin nöfnin Gústaf o" O Adólf, sem eru mjög í tízku um þetta leyti, ýmist bæði saman eða hvort í sínu lagi. Úr sama riti virðast einnig komin nöfnin Bertel, Bertelskjöld, Ebba og Ester. Náði hið síðastnefnda allmikilli útbreiðslu. Ómerkilegar þýddar skáldsögur, svonefndir eldhúsreyfarar, voru ekki áhrifalausir í þessu tilliti. Alfreð Dreyfus er úr sam- nefndri sögu, og Rurik Nevel úr sögunni „Valdimar munkur“. Einna minnisstæðast er þó nafnið Kapítóla, en svo heita árið 1910 þrjár íslenzkar stúlkur, eftir sögu- hetju í ómerkilegum amerískum reyfara, sem kom út árið 1905. í leit manna á 19. öld að sérkennilegum nöfnum, komst það mjög í tízku, að nota almanaksnöfn, og var þá m. a. fundið upp á því að kenna menn við mánuðinn, sem þeir eru fæddir í. Ágúst, Ágústa, Júlíus og Júlía eru næsta algeng nöfn, og-þau hneyksla ekki, af því að menn hafa vanizt þeim. En ég hef tínt saman úr nafnaskránum 1910 rúm 30 nöfn, sem dregin eru af rómversku mánað- 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.