Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 4
Hér stendur Metúsalem við sitkagrenitré, sem hann gróður-
setti i hvamminum ofan við bceinn 1949 eða 1950. Það cetti
að vera óþarft að orðlengja um vöxtinn á þessu tré!
rM síðustu aldamót voru búskaparhættir
öðruvísi en nú eru. Þá voru víða stór og
mannmörg heimili og flest, sem, heimilin
þörfnuðust, hvort sem var utan bæjar eða
innan, var unnið af heimilisfólkinu með iðnum og lag-
virkum höndum, og metnaður lagður í að það, sem
unnið var, væri sem vandaðast og varanlegast og kæmi
að sem beztum notum. Á mörgum bæjum kom þá í
ljós mikil verkmenning, sem lýsti fyrirhyggju og fram-
sýni góðra húsbænda og dyggri þjónustu trúrra hjúa,
sem mörg lögðu sig fram um að gera garðinn frægan
og hugsuðu eigi minna um hag húsbóndans og heim-
ilisins en sinn eigin, og mun af því komið máltækið:
„Sér eignar smali fé, þó ei eigi“.
Á þessu tímabili voru mörg stór og glæsileg heimili
í Fljótsdal, sem alltaf hefur verið talin fegursta og bezta
sveitin á Austurlandi, enda er þar veðursæld mikil.
Á einu höfuðbólinu í Fljótsdal, Melum, fæddist og
ólst upp dugnaðarmaðurinn og bændahöfðinginn Metú-
salem J. Kjerúlf, sem fram að þessu ári hefur búið stóru
blómabúi á jörðinni Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.
Porsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri:
METÚSALEM
Á HRAFNKELS
STÖÐUM
Metusalem J. Kjerulf.
44 Heima er bezt